Saga - 1983, Blaðsíða 323
RITFREGNIR
321
Meðal efna sem Sveinbjörn tekur sérstaklega til umræðu, eru hlutur sauða-
sölunnar í útflutningstekjum (kafli II 3) og peningatekjum (V 3) landsins og
bændastéttarinnar, og áhrif hennar á afkomu landbúnaðarins (V. kafli); starf-
semi helstu sauðakaupmannanna (IV. kafli); og sauðasala kaupfélaganna
(VI. kafli). Hvert atriði fær stutta umræðu, en vel grundaða, og frávik frá
skoðunum fyrri höfunda eru sannfærandi þar sem því er að skipta.
Ef ég get gert mig ósammála einhverjum túlkunaratriðum, eru þau þannig
vaxin, að Sveinbjörn fer varlega í ályktanir og gætir þess að víkja ekki að þarf-
lausu frá venjulegri túlkun, og er það í rauninni réttmæt aðferð.
Svo ég taki dæmi, þá talar Sveinbjörn um fjölgun sauðfjár í landinu á sauða-
sölutímabilinu (V 4) og virðist einkum hafa það samhengi í huga, að bændum
hafi verið því meira kappsmál 'ið fjölga fé sem það var arðsamara. Hitt held
ég skipti ekki minna máli, að bætt afkoma, sem að nokkru stafaði af sauðasöl-
unni, gerði bændum kleift að fjárfesta í auknum bústofni, auk þess sem sam-
keppni um sauðfjárafurðirnar gerði bændum kannski hægara að fjármagna
bústofnsauka með kaupstaðarskuldum. Fjárfestingu í bústofnsauka hefði
einnig mátt tengja við umræðuna (V 3) um hugsanlegt fjármagnsstreymi frá
landbúnaði til sjávarútvegs, sem Sveinbjörn tortryggir mjög réttilega. Um
fjárfestingu er þess raunar einnig að gæta, að sauðir voru fluttir út yngri (að
jafnaði minna en tvævetrir) en áður var siður að lóga þeim, svo að framleiðsla
sauðfjárafurða hefur aukist meira en fjárfjöldinn segir til um og sauðasalan
valdið nokkurri „fjármagnsgrynnkun" í landbúnaðinum. Pað er líka íhugun-
arefni, að ærmjólk féll til í nokkuð föstu hlutfalli við sauðafjöldann, þannigað
minni þörf varð fyrir kýr og því óþarft að fjárfesta í túnrækt. En miðað við það
hve stutt bók Sveinbj arnar er - og upprunnin sem B A-ritgerð - væri fullkomin
ósanngirni að heimta af honum umræðu um fleiri atriði en hann kemur að.
Vonandi skrifar hann um einhver þeirra seinna.
Þá væri gott að hann legði sig eftir liðlegum stílsmáta og orðavali hóti
fremur en í þessari ritgerð (t.d. „önnur mikilvægasta landafurð bóndans" bls.
20). Þó er hún skilmerkilega stíluð, og formsatriði við heimildavísanir í góðu
lagi að mér virðist, en það er ekki laust við sýnilegar prentvillur í töfluviðauka
og heimildaskrá, og þá vakna áhyggjur af ósýnilegum prentvillum sem einmitt
þess konar texti er svo viðkvæmur fyrir. (Dæmi um slæma prentvillu er á bls.
76 nm., en hún breytir nafnorðinu „fasti“ í lýsingarorð og setningunni í endi-
•eysu.)
Helgi Skúli Kjartansson.
21