Saga - 1983, Blaðsíða 356
354
AÐALFUNDUR SÖGUFÉLAGS
breytt að efni með greinum eftir 12 höfunda ásamt fjölmörgum rit-
dómum. Auk þess fylgdi Sögu sérstök efnisskrá á 35 bls. yfir öll hefti, sem
út hafa komið af ritinu frá upphafi. Skráin var unnin af Steingrimi Jóns-
syni. Hér hefur verið unnið þarflegt verk, svo að timaritið verður nú
miklu aðgengilegra til notkunar fyrir alla þá, sem þangað leita eftir fróð-
leik. Hefur efnisskráin jafnframt verið sérprentuð og er til sölu í af-
greiðslu félagsins. Þá má telja lofsvert, að ritstjórn hefur tekist verk sitt
með þeim hætti, að Saga gat komið út snemma hausts, og er að því stefnt,
að svo geti orðið framvegis. Saga var prentuð í ísafoldarprentsmiðju sem
áður.
Bceirnir byggjast kom út á vegum Sögufélags á s.l. sumri, en ritið er
kostað af Skipulagsstjóra ríkisins. Höfundur er Páll Líndal. Ritið er 432
bls. i stóru broti; það ber undirtitilinn „Yfirlit um þróun skipulagsmála á
íslandi til ársins 1938“ og er tekið saman í tilefni af 60 ára afmæli skipu-
lagslaganna frá 1921. Greint er frá þróun 29 staða, og í ritinu er fjöldi
mynda og uppdrátta, auk nafnaskrár. Er hér um að ræða hið markverð-
asta og fróðlegasta rit.
Oddur frá Rósuhúsi eftir Gunnar Benediktsson kom út í nóvember s.l.
Er þetta síðasta verk hins þjóðkunna prests og rithöfundar, sem hann
hafði nýlokið við að rita, er hann féll frá, nær niræður að aldri. Ritið er
162 bls. að stærð með heimildaskrá og nafnaskrá og prýtt fjölda mynda.
Það fjallar um sr. Odd V. Gíslason, prest í Grindavík, og ævintýralegan
lífsferil hans bæði hérlendis og vestan hafs, en hann var einna kunnastur
fyrir forgöngu sina að slysavarnarmálum sjómanna á íslandi. Þetta er
fróðlegt og læsilegt rit um merkan mann. — Einar Laxness bjó ritið undir
prentun og naut m.a. góðrar velvildar og aðstoðar dóttursonar sr. Odds,
Odds Ólafssonar læknis, einkum við öflun myndefnis. Prentað var í
prentsmiðjunni Odda.
Ómagar og utangarðsfólk eftir Gísla Ágúst Gunnlausson kom einnig út
í nóvember. Er þetta 5. bindi í ritröðinni „Safn til sögu Reykjavíkur“, og
er gefið út i samvinnu og með fjárstyrk frá Reykjavíkurborg. Ritið ber
undirtitilinn „Framfærslumál Reykjavíkur 1786—1907“. Hér er fjallað
um merkan þátt bæjarstjórnarmála, þar sem fátækramálin voru um-
fangsmikið verkefni sveitarstjórna á fyrri tíð. Allmargar myndir og teikn-
ingar eru í bókinni, auk heimildaskrár og nafnaskrár, en ritið er 190 bls.
að stærð, prentað í Prentsmiðjunni Odda.
Alþingisbœkur íslands XV. bindi, sem tekur yfir árin 1766—1780, var
meðal þeirra bóka, sem tilkynnt var um á síðasta aðalfundi, að kæmi þá
út á næstu vikum. Því miður urðu enn tafir á útgáfunni af ýmsum orsök-
um, þannig að ritið var ekki fullprentað hjá Ríkisprentsmiðjunni Guten-
berg fyrr en nú fyrir skömmu og er væntanlegt á næstu dögum, heft, en
einnig verður unnið að því að binda nokkurn hluta upplagsins. Voru fé-