Saga - 1983, Blaðsíða 349
RITFREGNIR
347
1930, bls. 30). Þessi missögn dregur nokkurn slóða á eftir sér, þegar höfundur
ræðir síðar um fátækt kirkjunnar.
Á bls. 243 í IV. bindi er talið að Keflavík í Þönglabakkasókn hafi farið í
eyði 1899, en rétt ártal er 1906.
Ekki skal komið með fleiri aðfinnslur hér. Ljóst er að höfundur nær varla
að uppfylla fyllstu kröfur, sem gera má um nákvæm vinnubrögð við samningu
vísindalegs rits, og e.t.v. hefur hann aldrei ætlað sér að uppfylla slíkar kröfur.
Forn frægðarsetur eru vel myndskreytt, og prýðir myndefnið bækurnar
mjög. Sumar myndirnar hafa umtalsvert sögulegt gildi og hafa ekki birst opin-
berlega fyrr.
Bæði bindin eru vel úr garði gerð af hálfu forlagsins, prentvillur eru fáar og
útlit allt hið viðkunnanlegasta.
Síra Ágúst Sigurðsson er tvímælalaust flestum núlifandi mönnum betur að
sér um íslenska kirkjusögu, einkum eftir siðaskipti. Þá er óhætt að fullyrða að
hann hefur þegar skipað sér á bekk með meiri háttar ættfræðingum þjóðarinn-
ar. Afköst hans eru geysimikil. Yfirleitt ritar hann gott og leikandi létt mál.
Oft bregður fyrir hjá honum skemmtilegri sérvisku í orðfæri og framsetningu
og við það öðlast textinn athyglisverða fyllingu og fær aðdráttarafl, sem tor-
velt er að standast.
Forn frægðarsetur hljóta eftirleiðis að teljast í fremstu röð alþýðlegra fræði-
rita frá þessari öld um sögu þjóðar okkar. Æskilegt hlýtur að teljast, að
bindin verði enn fleiri.
Björn Teitsson.
Gils Guðmundsson: FRÁ YSTU NESJUM. Önnur útgáfa
aukin. Hafnarf., Skuggsjá, 1980-82. 3 b.
Á árunum 1942-53 kom út á forlagi ísafoldarprentsmiðju ritsafnið Fráyztu
nesjum í 6 litlum heftum, sem Gils Guðmundsson ritstýrði. Sá þjóðlegi fróð-
leikur, sem þarna var saman kominn, átti það sameiginlegt að vera um vest-
firsk málefni, einkum úr Vestur-ísafjarðarsýslu. Efnið varfjölskrúðugt. Sumt
var samið upp úr viðtölum við fólk, sem mundi vel eldri tíma, og stutt heimild-
um, svo sem ágætur þáttur um Hans Ellefsen og hvalveiðistöðina á Sólbakka
í Onundarfirði og um útveg Arnfirðinga á ofanverðri 19. öld, svo dæmi séu
nefnd. Hins vegar var efni unnið upp úr heimildum, svo sem ættfræði og þættir
úr sögu nokkurra höfuðbóla á Vestfjörðum. Gils Guðmundsson samdi
mestan hluta efnisins, en aðrir áttu þar einnig ritgerðir, og skal einungis
nefndur Ólafur Þ. Kristjánsson, sem þar átti drjúgan hlut.
Með ritsafni þessu tókst að bjarga ýmsum fróðleik, sem ella hefði að lík-