Saga - 1983, Blaðsíða 135
ÞJÓÐLEIÐIR OG VEGaFRAMKVÆMDIR
133
og þeir efnuðustu með langar lestir, er þeir fóru sína árlegu
aðdráttarferð til Eyrarbakka, því fæstir fóru nema þessa
einu kaupstaðarferð á árinu, og tóku þá alla kaupstaðar-
vöruna, sem þeir þurftu eða gátu keypt til heimilisins það
árið. — Það var því ekki undur þótt lestir stóru og
mannmörgu heimilanna væru nokkuð langar.
Um lestirnar voru alltaf 5 valdir karlmenn við ferjuna. —
Þeir unnu oft hvíldarlaust frá kl. 6 að morgni fram um sól-
setur. — Naumast að þeir hefðu tíma til að borða, því oft
voru einhverjir sem biðu ferjunnar. — Þeir voru alltaf
meira og minna votir og hraktir, því vestan megin árinnar
voru eyrar og álar, sem sífellt breyttu sér, og aldrei stóðu í
stað. — Það þurfti því að halda í skipin í vatni á meðan ver-
ið var að ferma þau og afferma, og farangurinn varð að
bera og vaða álinn milli skips og eyrarinnar. — Þó þessi
burður væri verk þeirra, sem fluttir voru, lenti það oft að
meira eða minna leyti á ferjumönnunum. — Ferðamennirn-
jr voru misröskir eða handtakagóðir, sumir með langar lest-
lr og mikinn flutning en fámennir, en aldrei mátti verða nein
töf með skipin nema það allra minnsta að mögulegt var.
Ferjumennirnir létu heldur ekki standa á aðstoð sinni við
að ferma og afferma, til að flýta fyrir og láta allt ganga sem
greiðast, en þó með fullri reglusemi og aðgæslu. Það þurfti
að raða rúmlega og haganlega í skipin og ofhlaða þau ekki.
^að kom ekki ósjaldan fyrir að þeir þyrftu að beita valdi,
jafnvel barefli, til að aftra ofhleðslu.
Stundum kom það fyrir, þegar margir biðu ferjunnar, að
sagan um Snjallstein og Sigmund endurtæki sig. Menn
stjökuðust á og ruddust fram til þess að komast fyrstir yfir
ána. Lenti þá í orðasennu; var þá sótt og varist með vopnum
mælskunnar og stóryrðanna, og ef til vill með hnefa- eða
svipuhöggi til áherslu, þótt ekki yrðu það banahögg.
Lítið græddu yfirgangsseggir á þessu framferði sínu.
Ferjumennirnir voru vanir að líta vel í kringum sig og taka
eftir, í hvaða röð menn komu að ánni. Fóru þeir eftir hesta-
Ut o.fl. einkennum, svo að þeir gátu oftast fellt sinn rök-
studda úrskurð um í hvaða röð bæri að flytja þá, og úr-
skurði þeirra varð ekki haggað.
f*egar langar lestir eða margir komu að flutningnum sam-