Saga - 1983, Blaðsíða 144
142
GUÐJÓN INGI HAUKSSON
10—12 km leið eftir eyrum hans og bökkum, og var vegarstæðið
miðað við hvar þurrlendast var, en Rauðalækur rennur í bugðum
og krókum eftir farvegi í Andalæk. Til þess að vegurinn væri sem
beinastur og stystur var farið yfir 19 vöð á læknum á allri leiðinni,
og hafði hvert vað sitt nafn. Oft kom fyrir að lækurinn varð ófær,
einkum á haustin í vatnavöxtum, og urðu menn þá að fara með
bæjum yfir mýrar og holt og rimateyginga.22
Þessi leið var þjóðleið um Holtin alveg til 1895, en hana fóru
þeir helst sem áttu erindi á Eyrarbakka, Þorlákshöfn, Selvog,
Herdísarvík og Grindavík; aðrar leiðir voru farnar ef menn ætl-
uðu að fara á Þingvöll eða suður um Hellisheiði, var þá farið yfir
Þjórsá hjá Egilsstöðum, Króki eða enn ofar.
Unnið var við vegabótavinnu á vorin í maí-júni, og verkin boð-
in upp eftir 1861. í Holtamannahreppi var vegavinnan nær ein-
ungis í mýrum, og einkum í því fólgin að grafnir voru skurðir
báðum megin vegarins og hnausum sem upp komu hlaðið upp til
beggja hliða, síðan var reiddur sandur í skrínum á reiðingshestum
og honum steypt ofan í götuna. Voru 4—5 hestar í lest og gengið
og teymt. ,,Skrínurnar voru þannig gerðar að klampar voru á
báðum göflum og kaðall eða band dregið í þá og því svo smeygt
upp á klakkinn; þurfti þá ekki að taka ofan til þess að losa, heldur
var sandinum steypt úr skrínunni.” Þessi lýsing mun eiga við
vegavinnuna eftir 1861, því að fyrir 1861 var lítið sem ekkert borið
ofan i brýrnar af sandi, heldur voru þær eingöngu hlaðnar úr torf-
hnausum. Þessar brýr voru mjóar og aðeins ætlaðar klyfjahest-
um, því að vagnar þekktust þá ekki. Illt var að mætast á þessum
brúm með lestir nema þegar þær fóru að vaðast út, og þegar það
gerðist þurfti að koma til viðhald á brúnum.23
Hér á eftir verður rakin saga framkvæmda við Holtaveginn
forna frá því að vegalögin voru sett 1861 og kaflaskipti höfð 1875,
en þá voru ný vegalög sett sem höfðu mikil áhrif á framkvæmd-
irnar. Einnig varð mikil breyting á vegavinnunni 1870, því að þá
komst Þjórsárbrúin á dagskrá og nýframkvæmdir lögðust nær al-
gjörlega niður, og eftir það var einungis unnið við viðhald á gamla
veginum.
Vegalögin 1861
Segja má að aðdragandi vegalaganna 1861 hefjist á Alþing'