Saga - 1983, Blaðsíða 192
190
GUSTAV STORM
Berið heim kveðju frá Kjartans grund
til kynstóru feðranna móður,
segið vér hnýttum við háleitan fund
vor hjörtu sem bróðir við bróður:
sjáum, bræður, hvar sól skín á grundu
samtökin byrjum á heilagri stundu!
(Þýð. lætur þess getið, að höfundur birtir í hátíðarþáttum sínum
norska þýðingu, í óbundnu máli, á þessu kvæði séra Matthíasar.)
Nordahl kandidat Rolfsen þakkaði þessi orð með ræðu, sern
vakti almenna hrifni og gefst vonandi tækifæri til að birta hana
síðar. Jón Þorkelsson rektor talaði fyrir minni Svíþjóðar; minnti
hann á gagn sænskra vísindamanna af íslenzkum bókmenntum-
Sænski aðmirállinn þakkaði og bar fram einlægar óskir landa
sinna um framtíð íslands. Eiríkur Magnússon, íslenzkur starfs-
maður við bókasafnið í Cambridge ávarpaði nærstadda Ameríku-
menn á ensku, en ræðu hans svaraði Mr. Taylor með stuttri tölu a
blönduðu máli dönsku, sænsku og íslenzku, er vakti almenna
hrifni.
Þegar á leið kvöldið var stiginn dans, en hátíðarlokum, flugeld-
um miklum, varð að aflýsa vegna slyss, sem varð við skotkveðju
konungs, er tveir fallbyssuliðar, sem áttu að sjá um flugeldana,
særðust við sprengingu, svo að annar þeirra missti hönd, en hinu
tvo fingur. — Hátíðin stóð yfir við almenna kátínu, en í hörku-
kulda, langt fram á nótt.
Nú skal bætt við enn einu hátíðarkvæði, sem ort var fyf a
þessu ári, en kjörið með hátíðasöngvunum. Það ber vott um ser-
kennilega blöndu nýrrar og fornrar íslenzkrar ljóðlistar, en ver
treystum oss ekki til að þýða það, þar sem það, að hætti fornra
kvæða, býr yfir tilbrigðum hugsunarháttar, sem virðist hartnaer
ókleift að þýða á vora tungu. Höfundur er Steingrímur Thor-
steinsson kennari, stórgáfaður og skáldlega sinnaður maður.
Sólin ei hverfur né sígur i kaf,
situr á norðurhafsstraumi;
vakir i geislum hver vottur er svaf,
vaggast í ljósálfa glaumi.
Sveimar með himni ið sólgyllta haf
sem í draumi.