Saga - 1983, Blaðsíða 158
156
GUÐJÓN INGI HAUKSSON
Framkvœmdir 1887 1890 1891 1892 1893 1894
Ásbrúin 72,00 12,15 126,00 16,00 81,00 —
Flatholtsbrúin 30,00 — — — — —
Ferjusundsbrúin 70,00 — — — — —
Reiðholts- og Þjórsárbrúin 25,00 47,00 _
Ægisíðubrúin — 58,08 — 30,00 35,00 —
Á veginum frá Ægisíðu til Arnkötlustaða 72,00
Ferju- og Flatholtsbrúin — — 151,00 — — —
Vað í Rangá, viðgerð — — 2,00 — — —
Arnkötlustaðabrúin — — — 3,00 — —
Vegur meðfr. Hrútsv. — — — —• ( 6,00 —
Samtals kr. 248,04 70,23 398,00 57,00 87,00 185,4340
Eftirmáli
Einn talaði um veg yfir vegleysur og hraun,
einn vitnaði í samtök, sem ynnu þyngstu raun,
einn mældi fyrir vegi og vissi upp á hár,
hvar vegurinn ætti að koma, svo liðu 100 ár.
Svo kvað Davíð Stefánsson, og reyndar liðu 1000 ár, þangað til
menn voru sannfærðir um nauðsyn þess að leggja veg frá Sand-
hólaferju austur yfir Holtin. Bændasamfélagið íslenska réð ekki
við miklar framkvæmdir til almenningsþarfa. Úr vegagerð varð
lítið, meðan menn eyddu öllum stundum í amstur við kýr og
sauði. Það var ekki fyrr en þilskipaútgerð efldist á 19. öld og þétt-
býliskjarnar suðvestanlands að verslun og viðskipti tóku að vaxa á
Eyrarbakka, m.a. vegna aukinna viðskipta við fólkið í sýslunum
austan megin Þjórsár. Vöruflutningar jukust að sjálfsögðu, og
menn þurftu að komast leiðar sinnar með varninginn. Það lenti á
ferjumönnunum við Sandhólaferju að slíta sér út við flutningana
yfir fljótið, en þá tóku Holtamýrarnar við, og yfir þær lá hvorki
drag- né róðrarferja. Þá var ráðist í að hlaða mörg hundruð
faðma langar ,,torfbrýr“ yfir ófærurnar: Ásbrúna, Flatholts-,
Ferju-, Reiðholts- og Þjórsárbakkabrýrnar. Þetta var mesta
vegagerð á íslandi utan þéttbýlis á sinni tíð. Fyrstu framkvæmdir
við ,,brýrnar“ hófust 1846, en varanlegar vegabætur annars stað-
ar í sveitum ekkert að ráði fyrr en vegalögin voru sett 1875. Þjóð-
ólfur getur um ,,Holtabrýrnar“ 1854 eins og landsþekktar fram-