Saga - 1983, Blaðsíða 122
120
SIGFÚS HAUKUR ANDRÉSSON
að mestu lokið, og ekki sé lengur um að ræða sömu eindrægni og
áður. Þetta beri mjög að harma, og þessu verði hann að kippa í
lag, ef unnt sé, ella muni verzlanir beggja bíða tjón af með timan-
um, og verða að laga sig eftir duttlungum íbúanna. Ástandið geti
jafnvel orðið eins og á dögum þeirra Thieles og Heidemanns.
Annars viðurkennir Paus enn sem fyrr, að samningurinn hafi í
reynd ávallt orðið Ólafi í óhag, og sé það næg ástæða til þess að
hann kæri sig ekki um að halda þessari samvinnu áfram. Á hinn
bóginn verði Peter Busch framvegis að keppa að því að verða sér
úti um jafnmiklar útflutningsvörur sem Ólafur og beita við það
sömu aðferðum og kænsku, eins og hann segi Ólaf gera.52
Þess var ekki að vænta, að Peter Busch tækist að standast
þeim Ólafi Thorlaciusi og Jóni Jónssyni snúning, enda vafðist það
einnig fyrir eftirmönnum hans, Peter Weyvadt og Carli Orm, sem
virðast þó hafa verið langtum duglegri verzlunarstjórar en Busch-
Sambúð þeirra við Jón og Ólaf var hins vegar allgóð, og lét Paus
vel yfir því.53 Af endurnýjun samningsins við Ólaf varð samt
ekki, þótt Paus væri þess ávallt mjög fýsandi. Raunar segir hann í
bréfi til Carls Orms vorið 1815, að Ólafur hafi skömmu fyrir and-
lát sitt þá um veturinn verið búinn að fallast á endurnýjunina
munnlega og biður Orm að færa þetta í tal við ekkju Ólafs og Jón
Jónsson verzlunarstjóra. Ekki virðist samt svo víðtæk samyinna
sem fyrrum hafa komizt á að nýju, en þessar verzlanir hófu þó
fiskmóttöku i félagi í Bolungarvík þetta ár.54
Verðlagssamvinna kaupmanna
Engin bein ákvæði voru í samningi þeirra Ólafs Thorlaciusar og
H.C. Paus um samvinnu í verðlagsmálum. Á hinn bóginn gat vart
hjá því farið, að sú yrði afleiðing samningsins að því er þær sjáv-
arafurðir varðaði, sem hann fjallaði um.55 Þannig gat þetta einnig
náð að nokkru leyti til innfluttra vara, þar eð verzlunin fór aðal-
lega fram í vöruskiptum. Eftir að Paus settist sjálfur að í Höfn,
var það algengt, að hann mælti svo fyrir við verzlunarstjóra sína,
að þeir semdu við Ólaf og Jón um verðlag eða höguðu verðlag'
eftir því, sem þeir gerðu, og um þessi atriði ræddi hann ennfremut
í bréfum sínum til Ólafs sjálfs.56 Á ýmsu valt þó um þessa verð-
lagssamvinnu við Ólaf, ekki sízt á síðari árum Peters Busch á ísa-
firði.