Saga - 1983, Blaðsíða 194
192
GUSTAV STORM
og Strokkur, sem að sögn má með hjálpargögnum koma til að
gjósa jafnhátt í loft upp og stóri Geysir eða jafnvel hærra. Gerðar
voru tilraunir með torfusneplum til að koma upp gosi og heppn-
aðist það jafnan.
Síðdegis á fimmtudegi bar konung aftur að Þingvöllum. En þar
höfðu gerzt mikil tíðindi á skammri stund. Þegar snemma í vor
hafði einn af forystumönnum þjóðflokksins, Halldór Friðriksson
yfirkennari, boðað til þjóðfundar hvaðanæva af landinu til undir-
búnings á meðferð almennra málefna líkt og árið 1873. Fundar-
dagur var ákveðinn 5. ágúst á þingstaðnum forna við Öxará. Kjör
fulltrúa fór fram með almennri þátttöku í velflestum sýslum
landsins og svo sem í fyrra skiptið var öllum fulltíða íslendingum
heimil þátttaka, þó án atkvæðisréttar.
Þriðjudaginn 4. ágúst héldu flestir stjórnmálamenn frá Reykjm
vík til Þingvalla, tjölduðu þar og bjuggust til þjóðfundar. Efst við
rætur Almannagjár var komið fyrir tjaldi, sem hólfað var 1
þrennt; var nyrzti hlutinn notaður til veitinga, sá í miðið fyrir full'
trúa og suðurhlutinn fyrir þá, sem einnig tóku þátt í umræðum-
Flestir fulltrúanna voru alþingismenn, þannig að meiri hluti
kunnra stjórnmálamanna íslenzkra tók þátt í hátíðahöldum-
Menn söknuðu aðeins hins viðurkennda höfðingja íslendingm
Jóns Sigurðssonar, alþingisforseta um árabil. íslendingar nefna
hann almennt Jón Sigurðsson frá Kaupmannahöfn til aðgreining'
ar frá bændahöfðingjanum norðlenzka, Jóni Sigurðssyni fra
Gautlöndum, sem einnig er maður víðkunnur.
Umræður fóru fram með lipurð og gætni og auðfundið var, að
flestir voru vanir opinberum ræðuhöldum, bændur ekki síður en
aðrir. Eftir að fundur var settur, kjörbréf könnuð og forsetar
kosnir (Halldór Friðriksson og Jón á Gautlöndum), var fyrst sam'
þykkt að skipa nefnd, er semja skyldi ávarp til konungs. — öm'
boð og starf þessarar kjörnu nefndar var reyndar mjög víðtæjd-
— Nefndina skipuðu konunghollir menn, sem aðhylltust hina
nýju stjórnarskrá sem upphaf að frekara starfi, en höfðu þó a"ir
lýst óánægju sinni vegna ýmissa ákvæða, er heftu ákvörðunarrétt
Alþingis, — og kváðu þó misjafnlega fast að. Ávarpið var laSr
fyrir fundinn morguninn eftir og samþykktu það allir fulltrúar
einróma að lokinni stuttri umræðu. Síðan var ákveðið að bera
ávarpið undir allan þingheim til ákvörðunar og var það einmS
samþykkt einróma við atkvæðagreiðslu, þ.e. á sama hátt og