Saga - 1983, Blaðsíða 173
YFIRLIT UM ÞRÓUN BÓKASAFNA Á ÍSLANDI
171
kom safnamálum, eins og til dæmis Dewey-bókaflokkunarkerf-
inu.31
En það eru greinilega fleiri söfn en Landsbókasafnið, sem voru
1 framþróun um aldamótin. Það er á hinn bóginn ljóst, að ýmsir
bókaverðir eða umsjónarmenn smærri safnanna áttu við alls kyns
bókasafnsfræðileg vandamál að glíma. Þegar Jón Ólafsson varð
bess var, ritaði hann greinarkorn í Tímarit Hins íslenska bók-
menntafélags 1902, sem heitir: Smá bókasöfn. Ýmislegt um fyrir-
komulagþeirra, einkum röðun og skrásetningu.32 Mun þetta vera
fyrsta íslenska ritsmíðin á sviði nútímalegrar bókasafnsfræði, sem
Pfentuð er.
En það var fleira en innra skipulag litlu safnanna, sem menn
attu i erfiðleikum með um aldamótin. í skýrslu, sem Guðmundur
Einnbogason, síðar landsbókavörður, tók saman um fræðslu
barna og unglinga veturinn 1903—1904, lætur hann jafnframt
fylgja með skýrslu um lestrarfélög, þar sem þau séu eins konar
Eamhaldsskólar fyrir einstaklinga þjóðarinnar, eins og hann
'temst að orði. Eru þar talin upp tæplega stórt hundrað lestrarfé-
laga og getið um stofnár þeirra og bókaeign. Samtals áttu þau
rumlega 22 þúsund bindi bóka, þar af um 7 þúsund útlendar bæk-
Ur- Flest lestrarfélögin áttu þó afar lítinn bókakost, og var það
einkum vegna þess, hve félagsmenn voru fáir og árstillög lág. Á
stöku stað veittu þó sveitarsjóðir lestrarfélögum árlegan styrk, og
Sums staðar voru jafnvel haldnar tombólur eða skemmtisamkom-
Ur til styrktar lestrarfélögunum.33 Og þess eru jafnvel dæmi, að
stór bókasöfn eigi upphaf sitt að rekja til tombólu, því að vetur-
>nn 1909—1910 efndi nýstofnað Ungmennafélag Sandvíkurhrepps
* ^rnessýslu til hlutaveltu í Tryggvaskála á Selfossi til að stofna
estrarfélag. Safnaðist svo mikið, að unnt var að hefjast handa.34
Eestrarfélag Ungmennafélags Sandvíkurhrepps starfaði siðan á
y^nsurn bæjum í hreppnum, uns það fékk inni í nýju skólahúsi á
elfossi 1934. Árið 1939 rann bókakostur Lestrarfélagsins inn í
uýstofnað Héraðsbókasafn Suðurlands, og er Lestrarfélagið
Pannig hinn upprunalegi stofn í Bæjar- og héraðsbókasafninu á
elfossi, eins og safnið heitir nú.35
Á fyrstu árum heimastjórnar var unnið eitt mesta afrek i bóka-
^fnsmálum þjóðarinnar fyrr og síðar. Er hér átt við byggingu
,afnahússins við Hverfisgötu, sem hýsa skyldi Landsbókasafn og
Vmis önnur söfn landsmanna. Hornsteinn hússins var lagður 23.