Saga - 1983, Blaðsíða 186
GUSTAV STORM
Þjóðhátíð íslendinga 1874
Kjartan Ragnars þýddi og bjó til prentunar
Höfundur þessa þáttar um þjóðhátíð íslendinga 1874 var Gustav Storm, síðar
doktor og prófessor í sagnfræði. Hann var fæddur 18. júní 1845, en lézt 23. febrú-
ar 1903. Gustav Storm var mikill vinur íslendinga og fjölfróður um sögu lands og
þjóðar. Þjóðhátíðarþáttur hans birtist í norska Aftenbladet sumarið 1874, enda
var hann fréttaritari blaðsins á hátíðinni.
Helztu áhugamál Gustavs Storms voru norræn sagnfræði og málfræði. Danska
Vísindafélagið sæmdi hann heiðursmerki úr gulli 1872 fyrir ritgerð um sagnfraeði-
rit Snorra Sturlusonar. Þar færði hann ótvíræðar sönnur á, að Snorri væri höf-
undur Snorra Eddu, en raunar voru menn þeirra skoðunar áður. Upp frá því var
Gustav Storm almennt viðurkenndur fremsti sagnfræðikönnuður Norðurlanda,
ekki sízt vegna rannsókna á sögu Snorra. Hann hlaut styrk frá Stórþinginu norska
— m.a. vegna meðmæla hins kunna fræðimanns og íslandsvinar, Þjóðverjans
Konráðs Maurers — til rannsókna á bókmenntasögu Norðurlanda. Hann gerðist
síðan prófessor í sagnfræði.
Gustav Storm flutti fyrirlestra um sögu Frakklands, keisara Rómarveldis, sögu
Englands, Hellas o.fl. þjóðlanda, einnig um fornaldar- og miðaldasögu Noregs-
Aðrir fyrirlestrar hans fjölluðu m.a. um'Monumenta historica Norvegiæ, biskupa
á dögum Sverris konungs, forna löggjöf Noregs fram að 1387, íslenska annála til
ársins 1578, skýringar á Morkinskinnu og Fagurskinnu, og enn kannaði hann sögu
víkingaherferða, þ.á m. sögu Ragnars loðbrókar og Göngu - Hrólfs. Þá samdi
hann rit um hin fornu skjaldarmerki og fánaliti Noregs að fornu, rit um Akershus-
höll frá 14. öld fram um miðja 17. öld, þar sem rakin er byggingarsaga hallarinn-
ar.
Bók G. Storms „Þættir um Vínlandsferðir," sem út kom árið 1888, aflaði hon-
um verðlauna sænsku Vitterhetsakademien 1893; er hún talin nákvæmasta sögu-
gagnrýni og rannsókn, sem völ er á um það efni. Þá ritaði G. Storm einnig um
sagnfræði landakönnunar, þ.á m. um hugsanlegt samband milli Vínlandsferða Is-
lendinga og Ameríkufundar Kólumbusar. Hann þýddi konungasögur Snorra, sem
skreyttar voru myndum eftir norska listamenn; náðu þær mjög mikilli útbreiðslu,
Loks var Gustav Storm formaður ýmissa fornfræðifélaga í Noregi.
Frá því um 1880 var Gustav Storm ráðgjafi stjómarinnar um vísindamálefm-
Hann var á margan hátt svipmikill áhrifaaðili að norskri menningu, bjó yfir
þættum áhugaefnum, var þróttmikill, óháður atkvæðamaður, skarpskyggn á aW’