Saga - 2000, Page 7
Formáli
Árið 2000 er tímamótaár í ýmsum skilningi. Það markar í senn
aldamót og árþúsundamót og gefur því ærið tilefni til uppgjörs og
endurmats. í því ljósi ber að skoða þá umfjöllun um þróun og
stöðu íslenskrar sagnaritunar sem þetta bindi Sögu hefur að
geyma. Þá vill ritstjómin einnig minnast þess að á þessu ári er lið-
in hálf öld frá þvf Saga hóf göngu sína. í formála að fyrsta hefti
tímaritsins sem Einar Arnórsson, þáverandi forseti Sögufélags, rit-
ar kemur fram að ákvörðun um útgáfuna var tekin á stjórnarfundi
Sögufélags hinn 15. apríl 1950, en formálinn er dagsettur í júlí
sama ár. (Það er svo aftur óráðin gáta hvers vegna ártalið 1949 er
prentað á titilblað þessa fyrsta heftis.) Af formálanum er ljóst hvað
vakti fyrir forráðamönnum félagsins með stofnun Sögu: þeir vildu
stuðla að því að íslensk sagnfræðiiðkun kæmist á hærra stig; til
þessa hefði söfnun margs konar íróðleiks og heimilda setið í fyrir-
rúmi, en nú þyrfti að setja á oddinn að vinna úr þessum fróðleik
og heimildum á gagnrýninn hátt.
í niðurlagsorðum formálans kemur fram eins konar „stefnuyfir-
lýsing" ritstjóra, svohljóðandi:
Verður veitt viðtaka greinum, sem telja má flytja sjálfstæðar
rannsóknir ... enda verði ekki taldar tímaritinu ofviða að vöxt-
um, séu á sæmilegu máli, áreitnis- og illindalausar, þótt þær
gangi að efni til gegn því, sem aðrir kunna að hafa skráð um
sama efni. Svo munu og birtir verða ritdómar um sögurit,
enda séu þeir hófsamlega, sanngjarnlega og rökvíslega skráð-
ir. Loks sýnist hæfa að geta láts og verka íslenskra sagna-
manna, er að hefur kveðið.
Segja má að þessi stefna standi enn að flestu leyti í góðu gildi, þótt
efni Sögu hafi að sjálfsögðu tekið miklum breytingum í samræmi
við þá þróun sem orðið hefur á iðkun sagnfræði á þeirri hálfu öld
sem liðin er. Þeir menn sem hafa átt mestan veg og vanda af út-
gáfu tímaritsins eru ritstjórar þess, en þeir hafa verið frá upphafi:
Einar Arnórsson 1949(=1950)-54, Jón Jóhannesson 1955-57, Björn
Sigfússon 1958-76, Björn Þorsteinsson 1960-72, Bjöm Teitsson
1972-80, Einar Laxness 1973-78, Jón Guðnason 1979-83, Sigurður
Ragnarsson frá 1981, Helgi Þorláksson 1984-86, Sölvi Sveinsson