Saga - 2000, Page 8
6
FORMÁLI
1987-89, Gísli Ágúst Gunnlaugsson 1990-94, Anna Agnarsdóttir
1995-96, Ragnheiður Mósesdóttir 1995, Guðmundur J. Guðmunds-
son frá 1995, Guðmundur Jónsson frá 1995 og Már Jónsson árið
1997.
Nýrri sögu var hleypt af stokkkunum árið 1987 og var ritstjórn
hennar upphaflega skipuð hópi ungra sagnfræðinga. Eggert Þór
Bernharðsson hafði forystu um þetta framtak og var titlaður
ábyrgðarmaður fyrsta árgangs 1987. Hann og Ragnheiður Móses-
dóttir stýrðu öðrum árgangi, en Már Jónsson kom í stað Eggerts í
þeim þriðja. Gunnar Þór Bjamason var ritstjóri fjórða og fimmta
árgangs 1990-91, í síðara skiptið ásamt Eiríki K. Bjömssyni. Fimmta
árgangi ritstýrðu Aðalsteinn Davíðsson, Bjarni Guðmarsson,
Guðmundur J. Guðmundsson og Margrét Guðmundsdóttir. Árið
1995 var tekinn upp sá háttur að ein ritnefnd var skipuð yfir bæði
Sögu og Nýja sögu og vom í henni Anna Agnarsdóttir 1995-96,
Guðmundur J. Guðmundsson frá 1995, Guðmundur Jónsson frá
1995, Ragnheiður Mósesdóttir 1995 og Sigurður Ragnarsson frá
1995. Már Jónsson kom í stað Önnu 1997 en eftir það hafa þrír
menn verið í ritstjórn.
í tilefni hálfrar aldar afmælisins ákvað ritstjóm Sögu að láta hanna
nýtt útlit tímaritsins, sem nú birtist lesendum í fyrsta sinn. Rit-
stjómin taldi tímabært að stíga þetta skref nú í ljósi þess að útlit
Sögu hefur verið óbreytt frá árinu 1984 og vonar að nýja útlitið
falli lesendum vel í geð.
Þá var á þessum tímamótum enn fremur ákveðið að láta taka
saman efnisskrá beggja tímarita Sögufélags, Sögu og Nýrrar sögu,
frá upphafi til 1999 og var Monika Magnúsdóttir bókasafnsfræð-
ingur fengin til að annast það verk. Hér er annars vegar um að
ræða skrá yfir ritgerðir og greinar í báðum tímaritunum, þar sem
þeim er raðað á höfunda og eftir efni, og hins vegar ritdómaskrá.
Efnisskrá þessi er fylgirit Sögu 2000 og fá félagsmenn Sögufélags
og aðrir kaupendur Sögu hana ókeypis. Efnisskráin á að geta
verið handhægt hjálpartæki sagnfræðingum og fræðimönnum,
sagnfræðinemum og ekki sfst öllu áhugafólki um sagnfræðileg
efni, auk þess sem úr henni má lesa upplýsingar um þróun, stefn-
ur og strauma í íslenskri sagnaritun síðustu hálfa öldina og vax-
andi fjölbreytni í efnisvali og efnistökum. Skráin leysir af hólmi
eldri skrá um efni Sögu til 1982, sem Steingrímur Jónsson tók sam-
an og lengi hefur verið uppseld og ófáanleg.