Saga - 2000, Síða 12
10
INGI SIGURÐSSON
þjóða. Varðandi stöðu íslenzkrar sagnfræði innan sagnfræði á
Vesturlöndum er mikilvægt að rannsaka, hve skýrt hefðir í sagn-
fræði á Vesturlöndum birtast í íslenzkri sagnfræði á hverjum tíma.
Þá kemur m.a. til athugunar, hve lík viðfangsefni og vinnubrögð
íslenzkra sagnfræðinga eru því, sem gerist á Vesturlöndum yfir-
leitt, og hve mikið áhrifa þeirra hugmyndastefna, sem sterkastan
svip hafa sett á sagnaritun á Vesturlöndum, gætir í verkum ís-
lenzkra sagnfræðinga.
Þegar þetta viðfangsefni er tekið til meðferðar, verður að hafa í
huga, að stundum er umdeilt, hvaða rit skuli telja til sagnfræði.
Eins og oft hefur verið um rætt, eru mörk á milli sagnfræði og
annarra fræðigreina stundum óglögg, og hið sama á við um mörk
á milli sagnfræði og skáldskapar. Hér skiptir líka máli, að íslend-
ingar fóru tiltölulega seint að fjalla um sagnfræði sem sérstaka
fræðigrein, þótt þeir hafi síðan á miðöldum tekið til umræðu ým-
iss konar vanda, sem sagnaritarar standa frammi fyrir í starfi sínu.
Hér á eftir er á mörgum stöðum vikið að iðkun einstakra undir-
greina sagnfræðinnar. Er þá miðað við skilgreiningar, sem tíðkast
á okkar dögum. En hér er á það að líta, að íslendingar fóru tiltölu-
lega seint að fjalla um undirgreinarnar. Þetta sést glöggt, þegar
kannað er í seðlasafni Orðabókar Háskólans, ritmálssafni, frá
hvaða tíma elztu dæmi um heiti á undirgreinum sagnfræðinnar
eru. Eðli málsins samkvæmt er ekki hægt að líta á slíkar upplýs-
ingar um elztu dæmi sem óyggjandi, en þegar fá eða engin dæmi
eru um notkun tiltekinna orða á nokkurra áratuga bili, má draga
ákveðnar ályktanir af því. Ljóst er, að ýmsar mikilvægustu undir-
greinar sagnfræðinnar, sem nú eru taldar vera, voru lítt eða ekki
til umræðu meðal íslendinga, fyrr en komið var nokkuð fram á 20.
öld, jafnvel ekki fyrr en á síðari helmingi aldarinnar. Á síðari
helmingi 19. aldar voru réttarsaga, kirkjusaga og menningarsaga
þær undirgreinar, sem einna helzt voru nefndar.
Miðaldir
Þegar sagnaritun íslendinga á miðöldum er skoðuð í erlendu sam-
hengi, mótast samanburður vitaskuld af því, að hún stóð einung-
is yfir í rúmar þrjár aldir eða frá því um 1100 til um 1430. Nýi ann-
áll, síðasta sagnarit íslendinga á miðöldum, sem varðveitzt hefur,