Saga - 2000, Síða 13
ÞRÓUN ÍSLENZKRAR SAGNFRÆÐI FRÁ MIÐÖLDUM TIL NÚTÍMANS 11
nær til ársins 1430. Engin óyggjandi skýring er til á því, hvers
vegna sagnaritunin lagðist niður þá, en ýmsum getum hefur ver-
ið að því leitt, hverjar orsakirnar hafi verið.
Er sagnaritun íslendinga hófst, var að mörgu leyti byggt á hefð-
um, sem skapazt höfðu í hinum kristna heimi, sem svo var þá kall-
aður og náði að verulegu leyti yfir sama svæði og Evrópa á okkar
dögum. Ýmsar greinar sagnaritunarinnar eru mjög líkar því, sem
gerðist erlendis, jafnframt því sem aðrir þættir hennar eru sér-
stæðir. Þegar á heildina er litið, hlýtur sagnaritun íslendinga á
miðöldum að teljast nokkuð fjölbreytt.
Ýmislegt er óljóst um upphaf íslenzkrar sagnaritunar. En ýmsar
aðstæður voru henni hagstæðar. Þýðingarmikið er, að íslendingar
voru hirðskáld Noregskonunga fram á 13. öld, og komu drótt-
kvæði sagnariturum að góðu haldi sem heimildir. Stofnanir kirkj-
unnar urðu til að styrkja sagnaritun. Þá er líklegt, að Alþingi hafi
gegnt mikilvægu hlutverki í þessu sambandi sem aðalsamkomu-
staður íslendinga.
Islendingabók og Landnámabók, tvö af elztu sagnaritunum, skipa
mikilvægan sess í sögu íslenzkrar sagnfræði. Þau hafa nokkra sér-
stöðu í sögu evrópskrar sagnfræði, en tengsl við erlend sagnarit
eru augljós, sérstaklega hvað varðar íslendingabók.
Sagnaritun íslendinga á miðöldum var fjölbreyttust og stóð með
mestum blóma á 13. öld. Þá voru samin sagnarit af ýmsum toga.
Rit um kirkjusögu frá miðöldum greinast í sögur, sem fjalla um
kristnitökuna, og biskupasögur, sem ná til 1340. Hliðstæður við
erlend rit um kirkjusögu eru greinilegar. Sögurnar í Sturlunga sögu
má flokka sem veraldlega samtímasögu. Beinar hliðstæður í er-
lendri sagnaritun eru vandfundnar. Ákveðin samsvörun er þó í
erlendum króníkum, en króníkur voru gildur þáttur í evrópskri
sagnaritun á hámiðöldum og síðmiðöldum. íslenzkir annálar eiga
rætur að rekja til annálahefðar í hinum kristna heimi, og þeim var
greinilega ætlað að skeyta sögu íslands inn í almenna sögu. Þeir
hafa mjög mikið heimildargildi um sögu íslands frá lokum þjóð-
veldis fram til 1430.
Alkunnar eru deilur fræðimanna í tíð síðustu kynslóða um það,
hvernig meta skuli íslendinga sögur frá sagnfræðilegu sjónarmiði.
Þessi umræða er margslungin, og kemur þá m.a. til athugunar, að
menn leggja misjafnt mat á einstakar sögur að þessu leyti. Þótt
sannsögulegt efni í sumum sögunum sé takmarkað, verður að