Saga - 2000, Page 14
12
INGI SIGURÐSSON
telja sögurnar í heild merkan og sérstæðan þátt í umfjöllun íslend-
inga á miðöldum um sögu sína. Áhrif íslendinga sagna á sagnarit-
un á síðari öldum, t.d. hvað framsetningu snertir, eru einnig þýð-
ingarmikil.
Þegar sagnaritun íslendinga á miðöldum er borin saman við
sagnaritun þeirra á síðari öldum, er mikilvægt atriði, að grund-
vallarrit um sögu utan íslands liggja eftir íslendinga á miðöldum,
en fátt er um slík rit frá síðari öldum, þótt íslendingar hafi löng-
um skrifað talsvert um erlenda sögu. Fyrir utan sögur Noregskon-
unga eru tiltekin sagnarit íslendinga mikilvæg, hvað varðar sögu
ýmissa landa á Norður-Atlantshafssvæðinu. Hér skipta máli hin
nánu tengsl við Noreg og eins hitt, að sama tungumál var í raun
m.a. talað á miklum hluta þess svæðis, sem nú telst til Norður-
landa, í norðurhluta meginlands Skotlands, á Orkneyjum og
Hjaltlandi og í Eystribyggð og Vestribyggð á Grænlandi. Mörg
hinna mikilvægustu ritverka, sem fjalla um sögu alls þessa svæð-
is fram á 13. öld, eru eftir íslendinga. Ein ástæða þess, að erlendis
hefur verið miklu meiri áhugi á sagnaritun íslendinga á miðöld-
um en sagnaritun landsmanna á síðari öldum, er sú, hve mörg
grundvallarrit íslendingar sömdu um sögu annarra landa á mið-
öldum. Hér er einnig á það að líta, að ýmis sagnarit íslendinga frá
miðöldum, rit á borð við Islendingabók, Landnámabók og
Heimskringlu, hljóta að teljast merkileg, hvað efnistök snertir, þeg-
ar staða þeirra innan sagnaritunar í Evrópu yfirleitt er metin. Er
það enda svo, að þeir, sem sérfróðir eru um sögu evrópskrar sagn-
fræði á miðöldum, hafa löngum talið Snorra Sturluson í hópi
merkra evrópskra sagnaritara á því tímabili.
Sé litið á íslenzka sagnfræði á miðöldum í heild, er athyglisvert,
hve mikill hluti sagnarita íslendinga er á þjóðtungunni, en ekki á
latínu, svo og, hve sterkur hinn veraldlegi þáttur er í samanburði
við það, sem gerðist yfirleitt í hinum kristna heimi. Þótt sagnarit-
un íslendinga á miðöldum væri fjölbreytt, voru ekki forsendur
fyrir því, að lögð væri stund á allar megingreinar evrópskrar
sagnaritunar hér á landi. Má þar nefna borgakróníkur, sem voru
veigamikill þáttur í sagnaritun víða um lönd á síðmiðöldum.