Saga - 2000, Page 15
ÞRÓUN ÍSLENZKRAR SAGNFRÆÐI FRÁ MIÐÖLDUM TIL NÚTÍMANS 13
Lærdómsöld
Talið er líklegt, að Oddaannálar, sem að mestöllu leyti eru byggðir
á erlendum ritum, hafi verið samdir á tímabilinu 1527-54. Að öðru
leyti fellur sagnaritun íslendinga á 16. öld tvímælalaust innan svo-
nefndrar lærdómsaldar, sem í íslenzkri menningarsögu er talin ná
frá siðaskiptum til upphafs upplýsingaraldar, en hún er oft talin
hefjast um 1770. Fátækt landsmanna mótaði nú sagnaritunina á
ýmsa lund, og staða íslands sem hluti Danaveldis gerði það í vax-
andi mæli. Hér má nefna mikilvægi þess, að lítið var prentað af
veraldlegu efni á íslandi, fyrr en Hrappseyjarprentsmiðja tók til
starfa 1773, og sagnaritun íslendinga fór meira en áður fram er-
lendis, sérstaklega þegar kom fram á 18. öld. Að sumu leyti bar ís-
lenzk sagnfræði svipmót eldri tíma, og hún var orðin miklu fá-
breyttari en gerðist með hinum fjölmennari grannþjóðum.
Áhrif fjölþjóðlegrar hugmyndastefnu, fornmenntastefnu, eru
grundvallarþáttur í íslenzkri sagnfræði á lærdómsöld. Rök fyrir
því, að tengja megi endurvakningu sagnaritunar fornmennta-
stefnunni, eru sterk. Sagnarit fornmenntastefnumannanna ís-
lenzku, þar sem rit Amgríms Jónssonar lærða ber hæst, em merki-
leg á mælikvarða sinnar tíðar. Sagnarit, sem samin vom á latínu,
áttu mikinn þátt í að auka þekkingu erlendra manna á íslenzkum
heimildum um norræna miðaldasögu. Þar má nefna, að rit Arn-
gríms lærða vom mikið lesin erlendis. Það hafði margvíslegar af-
leiðingar, að þessar heimildir urðu vel kunnar í öðmm löndum.
Starfsvettvangur skapaðist erlendis fyrir íslendinga með sérþekk-
ingu á miðaldafræðum, og hefur svo haldizt til þessa dags. Frá
þessum tíma hefur íslenzk sagnfræði tengzt náið iðkun norrænna
miðalda- og textafræða. Að Arngrími lærða gengnum var Þor-
móður Torfason (Torfæus) þekktastur íslenzkra sagnaritara, sem
sömdu rit á latínu um sögu Norðurlanda á miðöldum.
Þáttur fornmenntastefnumannanna er líka mikilvægur að því
leyti, að þeir hvöttu aðra til fræðaiðkunar og sagnaritunar. Má þar
nefna, að Þorlákur biskup Skúlason hvatti Björn Jónsson á Skarðsá
til að semja annál og Tyrkjaránssögu. Blómaskeið í annálaritun var
hér á landi frá því um 1630 fram yfir 1800; strax í upphafi þess
skeiðs hafði dregið úr mikilvægi annála í evrópskri sagnaritun. ís-
lenzkir annálar frá þessum tíma eru yfirleitt ítarlegri en miðalda-