Saga - 2000, Síða 16
14
INGISIGURÐSSON
annálar, en að öðru leyti ekki ólíkir þeim. Annálaritaramir bjuggu
flestir á Norðurlandi og Vesturlandi, og er greint nánar frá atburð-
um í heimahéruðum þeirra en atburðum í öðmm landshlutum.
Talsvert efni, sem varðar útlönd, er í sumum annálanna, og veitir
það sýn inn í vitneskju landsmanna um umheiminn og viðhorf til
hans. Fyrir utan rit um íslenzk-norræna miðaldasögu og annála
voru ævisögur andlegra og veraldlegra embættismanna, sem
sumar tengjast fornmenntastefnunni, fyrirferðarmesti þáttur í
sagnaritun íslendinga á lærdómsöld. Hér má nefna Biskupaanndla
Jóns Egilssonar og rit Jóns Halldórssonar um hirðstjóra, höfuðs-
menn, biskupa og presta. Eftirtektarvert er, að ýmsar nýjungar,
sem fram komu í sagnaritun í vestanverðri Evrópu á lærdómsöld,
náðu lítt til íslendinga.
Upplýsingaröld
Líta má á upplýsingaröld, tímabilið frá því um 1770 til um 1830,
sem ákveðið tímabil í sögu íslenzkrar sagnfræði vegna áhrifa upp-
lýsingarinnar, hinnar fjölþjóðlegu hugmyndastefnu. Hún setti
mjög mark á sagnaritun í vestanverðri Evrópu, og auk þess ber að
líta á tengsl hennar við aðrar hugmyndastefnur. Ýmsar stefnur,
sem mikilvægar hafa verið á 19. og 20. öld, sækja margt til upplýs-
ingarinnar, og hugmyndaheimur Vesturlandabúa hefur til þessa
dags á ýmsan hátt mótazt af henni. Það á við um upplýsinguna
eins og ýmsar aðrar hugmyndastefnur, sem á annað borð fengu
hljómgrunn meðal íslendinga, að blómaskeið hennar hér á landi
var talsvert seinna en gerðist í mörgum öðrum Evrópulöndum.
Áhrifa upplýsingarinnar gætti ekki jafnmikið á öllum sviðum
sagnaritunar íslendinga á því tímabili, sem við stefnuna er kennt.
Þannig birtast áhrifin í takmörkuðum mæli í annálaritun tímabils-
ins, þótt þar séu undantekningar, svo sem stærsta annálaverkið,
Árbækur Espólíns. Sennilega má rekja það að nokkru leyti til upp-
lýsingarinnar, að þáttur annála í sagnaritun íslendinga varð minni
en áður, þegar kom fram á 19. öld. Áhrif stefnunnar eru og tak-
mörkuð í ýmsum ritsmíðum um miðaldasögu, sem fjalla um frek-
ar sérhæfð viðfangsefni. En áhrifin eru ljós í ritum ýmissa af
sagnariturum tímabilsins, sem hæst ber, bæði í verkefnavali og
túlkun sögunnar, sérstaklega þegar komið er nokkuð fram á tíma-