Saga - 2000, Page 19
ÞRÓUN ÍSLENZKRAR SAGNFRÆÐI FRÁ MIÐÖLDUM TIL NÚTÍMANS 17
Ágrip af sögu íslands eftir Þorkel Bjarnason, íslandssögu, sem ætluð
var framhaldsskólanemum, eftir Jón J. Aðils og íslandssögu handa
bömum eftir Jónas Jónsson frá Hriflu. Nú kemur fram skörp
gagnrýni á stjórn Dana á íslandi, en fyrr höfðu menn farið mjög
varlega í slíkt. Áherzla var lögð á samheldni íslendinga gagnvart
erlendu valdi og sérstöðu íslendinga sem þjóðar. í því viðfangi
gerðu ýmsir höfundar mikið úr hinum keltneska þætti íslenzku
þjóðarinnar. Þjóðveldistíminn var rómaður mjög sem blómaskeið
í sögu þjóðarinnar. Ekki var þó um nein umskipti að ræða í mati á
þjóðveldistímanum, því að íslenzkir upplýsingarmenn, að undan-
skildum Magnúsi Stephensen, tóku yfirleitt ekki neikvæða af-
stöðu til íslenzks þjóðfélags á miðöldum. í sagnaritum íslendinga
kemur fram áherzla á mikilvægi þjóðemistilfinningar í sögunni,
og þar birtist samúð með þjóðfrelsishreyfingum erlendis. Hér eru
auðfundnar hliðstæður með öðrum þjóðum. Ýmis dæmi eru um
það, að þjóðir, sem nutu ekki sjálfstæðis, sæktu í söguna innblást-
ur í baráttu fyrir auknu sjálfsforræði, og þjóðernissinnuð viðhorf í
sagnaritun voru yfirleitt mjög sterk á Vesturlöndum.
Áhrifa annarra fjölþjóðlegra hugmyndastefna en þjóðemis-
hyggju og rómantísku stefnunnar gætti talsvert meðal íslendinga
á þessu skeiði. Ber þar einkum að nefna frjálslyndisstefnu, en hún
hafði mikil áhrif á sagnaritun víða um lönd. Má þar geta um zuhig
interpretation of history - viggatúlkun á sögunni, - sem svo er
nefnd, meðal Breta. Ekki er unnt að draga skýra markalínu á milli
áhrifa upplýsingarinnar og áhrifa frjálslyndisstefnu á sagnaritun
íslendinga, og áhrif frjálslyndisstefnu og þjóðernishyggju fléttast
einnig saman í sagnaritun. Þjóðfrelsi þótti mikilvægt; ýmsir höf-
undar sáu tengsl milli þess, hvemig íslenzku þjóðinni vegnaði á
hverjum tíma og hve mikið frelsi hún bjó við. Verzlunarfrelsi var
ekki álitið síður þýðingarmikið en stjórnfrelsi; kemur það m.a.
fram í umfjöllun um einokunarverzlun Dana á íslandi. Frelsis-
barátta var talin mikilvægt viðfangsefni sagnaritara. Stjómskipan
og stjórnun efnahagsmála, sem samrýmdist hugmyndafræði
frjálslyndisstefnu, var álitin heppileg. Þess gætir og víða í sagna-
ritum frá þessum tíma, að mælikvarði framfara sé lagður á gang
sögunnar í anda upplýsingarinnar og frjálslyndisstefnu. Meðal
þekktra sagnaritara, sem vom undir áhrifum frjálslyndisstefnu,
skulu nefndir Jón Sigurðsson, Páll Melsteð, Þorkell Bjamason og
Jón J. Aðils.
2-SAGA