Saga - 2000, Síða 20
18
INGI SIGURÐSSON
Á þessu tímabili, sem og á öðrum tímabilum í sögu íslenzkrar
sagnfræði, birtist glöggt hjá ýmsum höfundum gildismat, sem
kenna má við kristna siðfræði. Sérstök lúterstrúarviðhorf koma
skýrt fram í ýmsum sagnaritum á þessu tímabili eins og á öðrum
tímabilum eftir siðaskipti, m.a. í umfjöllun um kaþólska trú.
Á 19. öld þróaðist sérstök alþýðleg sagnaritunarhefð. Hér er að
sönnu á það að líta, að skil á milli alþýðlegrar sagnaritunar og
annarrar sagnaritunar voru aldrei mjög glögg. Þegar kemur fram
á öldina, hefur þróun sagnfræði sem fræðigreinar erlendis áhrif á
sagnaritun flestra langskólagenginna manna, en alþýðleg sagna-
ritun stendur nær eldri íslenzkri sagnaritunarhefð, sækir m.a.
ýmsar fyrirmyndir til fomrita. Viðfangsefni alþýðlegrar sagnarit-
unar em sjaldan yfirgripsmikil. Oft er fjallað um einstaka menn,
þætti í sögu tiltekinna byggðarlaga og eftirminnilega atburði. Iðu-
lega er byggt á munnlegri geymd, en notkun ritheimilda fer vax-
andi, eftir því sem líður á tímabilið. Sagnaþættir em merkilegt
birtingarform alþýðlegrar sagnaritunar. Gísli Konráðsson átti
manna mestan þátt í þróun þeirra.
Borið saman við það, sem gerðist meðal ýmissa annarra Evr-
ópuþjóða, var tiltölulega lítil umræða um söguspeki meðal íslend-
inga á þessu tímabili. Kemur þar sitthvað til. Svo virðist sem
margir hafi talið, að ekki væri mikið álitamál, hvernig stunda bæri
sagnfræði sem fræðigrein. Vissulega má greina ákveðin sögu-
spekiviðhorf meðal íslendinga, en menn fundu, að því er virðist,
litla hvöt hjá sér til að skiptast á skoðunum um þessi efni eða setja
fram viðhorf sín til þeirra í löngu máli. Dæmi eru þess, að rætt sé
um hlutlægni í sagnfræði, þótt í litlum mæli sé; kennisöguviðhorf
koma fyrir hjá mörgum sagnariturum; hjá tilteknum höfundum,
svo sem Guðmundi Finnbogasyni, birtist landfræðileg löghyggja,
þ.e. það viðhorf, að landfræðilegar aðstæður móti framvindu
sögu einstakra þjóða; fram kemur hjá Ágústi H. Bjarnasyni, að
hann aðhylltist söguspeki Augustes Comtes, þ.e. kenningar hans
um framvindu sögunnar, sem eru hluti af pósitívisma hans; það
viðhorf birtist og, að gerðir tiltekinna einstaklinga ráði miklu um
gang sögunnar.
Gefin voru út mikil heimildasöfn, hliðstætt við það, sem marg-
ar stærri þjóðir gerðu. Hér ber helzt að nefna íslenzkt fornbréfasafn
og Lovsamling for Island. Margar aðrar merkar heimildir um sögu
íslands voru gefnar út, ekki sízt á sviði réttarsögu, svo sem lög-