Saga - 2000, Page 21
ÞRÓUN ÍSLENZKRAR SAGNFRÆÐI FRÁ MIÐÖLDUM TIL NÚTlMANS 19
bækumar gömlu, Grágds, Járnsíða og Jónsbók, og útgáfa Alþingis-
bóka íslands var hafin. Meðal annarra stórra verka, sem hafin var
útgáfa á, má tilgreina Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns.
Aftur á móti eignuðust íslendingar ekki neitt viðamikið yfirlitsrit
um sögu sína, sem samið væri í anda þeirrar sagnaritunarhefðar,
sem þá bar hæst á Vesturlöndum. Þessu var ólíkt farið með mörg-
um Evrópuþjóðum.
Tímabilið frá um 1920 til um 1970
Þegar komið er fram um 1920, hefur Reykjavík tvímælalaust tek-
ið við af Kaupmannahöfn sem miðstöð rannsókna á sögu íslands,
þótt Kaupmannahöfn gegni áfram mikilvægu hlutverki að þessu
leyti. Stofnun Háskóla fslands 1911, þar sem saga íslands var
kennd frá öndverðu til prófs í íslenzkum fræðum, skipti miklu
máli. Aðrar stofnanir eru líka þýðingarmiklar í þessu viðfangi. Má
þar nefna Þjóðskjalasafn íslands, er upphaflega hét Landsskjala-
safn, sem stofnað var 1882. Stofnun Sögufélags 1902 er einnig
merkur áfangi í sögu íslenzkrar sagnfræði.
Það er sérstætt, þegar samanburður er gerður við útlönd, að
sagnfræði varð ekki fyllilega sjálfstæð grein við Háskóla íslands
fyrr en 1965. Ýmsir sagnfræðingar, sem hátt ber, höfðu sögu að
kjörsviði í íslenzkum fræðum. Frá árinu 1951 var unnt að leggja
stund á mannkynssögu sem hluta af námi til B.A.-prófs í heim-
spekideild. Einnig var kostur á að ljúka cand.mag.-prófi í sögu
með aukagrein frá 1952 (prófgráðan var ekki skilgreind á þessa
leið fyrr en 1958; samsetning prófsins breyttist ekki þá frá því, sem
verið hafði síðan 1952). En frá 1965 var hægt að lesa sagnfræði
(greinin náði bæði yfir íslandssögu og mannkynssögu) til helm-
ings B.A.-prófs (þriggja stiga af sex) og til cand.mag.-prófs.
Þegar Sögufélag hóf að gefa út tímaritið Sögu 1949 (ársrit síðan
1967), eignuðust íslendingar fræðilegt tímarit um sagnfræðileg
efni hliðstætt þeim, sem sögufélög á landsvísu hafa gefið út víða
um lönd.
Á þessu tímabili eins og næsta tímabili á undan styrktu opinber-
ar aðilar sagnfræðirannsóknir að marki fjárhagslega. Nokkur
þáttaskil urðu með stofnun Vísindasjóðs 1957; þar með voru tekn-
ar upp verulegar styrkveitingar hins opinbera til vísindamanna,