Saga - 2000, Page 22
20
INGI SIGURÐSSON
þ. á m. sagnfræðinga. En það á við um allt tímabilið, að þeir ís-
lendingar voru ekki margir, sem gátu helgað sig sagnfræðirann-
sóknum að meira eða minna leyti.
Bókaútgáfa hér á landi, þ. á m. útgáfa bóka um sagnfræðileg
efni, stórjókst á þessu tímabili, og þeim íslendingum, sem numið
höfðu sagnfræði á háskólastigi, fjölgaði stórum. Ekki urðu róttæk-
ar breytingar á þvf, hvar áherzla lá helzt í verkefnavali íslenzkra
sagnfræðinga, en þróun varð í átt til aukinnar fjölbreytni, ekki sízt
á síðari hluta tímabilsins. Á þessu skeiði var tiltölulega mikil
stund lögð á sagnaritun um þjóðveldisöld og ýmsa þætti í sam-
skiptum Dana og íslendinga. Stjórnmálasögu og menningarsögu
var áfram mikið sinnt. Heldur meira var fjallað um hagsöguleg
efni en fyrr, og má í því sambandi nefna ýmis rit Þorkels Jóhann-
essonar. Enn voru hagsöguleg efni þó ekki mjög áberandi í sagna-
rituninni. Umfangsmikil heimildaútgáfa hélt áfram á tímabilinu.
Má þar nefna, að meginhluti Annála 1400-1800 var gefinn út þá.
Eindregin þjóðernishyggja var ekki eins áberandi í sagnaritun
og áður, sérstaklega þegar leið á tímabilið. Áhrifa sögulegrar efn-
ishyggju Marx og Engels gætti nokkuð á þessu skeiði, þótt ekki
væru þau eins mikil og gerðist í sumum grannlöndum. Eftirtekt-
arvert er, að í ýmsum ritum um sagnfræðileg efni, m.a. ritum eft-
ir Einar Olgeirsson, blandast saman áhrif sögulegrar efnishyggju
og þjóðernishyggju. En umræða um söguspeki var enn takmörk-
uð.
Á þessu tímabili jukust umsvif á sviði byggðarsögu (sumir nota
hugtakið héraðssaga í sömu merkingu). Farið var að gefa út að
marki rit um sögu einstakra héraða og sveitarfélaga og þá fyrst og
fremst þéttbýlisstaða. Hér skiptir miklu máli starf sögufélaga, sem
tengd voru einstökum héruðum, og eins var mikilvæg útgáfu-
starfsemi um sagnfræðileg efni, sem átthagafélög stóðu að. Meðal
héraðssögufélaga, sem héldu uppi kröftugu útgáfustarfi, skulu fá-
ein nefnd. Félagið Ingólfur, sem fjallaði um sögu alls landnáms
Ingólfs, var stofnað 1934. Það stóð fyrir mikilli útgáfu um árabil,
en starfsemi þess lagðist niður 1942 (það var endurvakið 1981).
Meðal öflugra héraðssögufélaga í öðrum landshlutum má nefna
Sögufélag Skagfirðinga, stofnað 1937, og Sögufélag ísfirðinga,
stofnað 1953.
Líklegt má telja, að starfsemi héraðssögufélaga hafi ýtt undir al-
þýðlega sagnaritun. Á þessu tímabili færðist í vöxt, að menn