Saga - 2000, Page 23
ÞRÓUN ISLENZKRAR SAGNFRÆÐI FRÁ MIÐÖLDUM TIL NÚTÍMANS 21
semdu sagnaþætti um efni utan átthaga sinna, og þá stundum eft-
ir ítarlega könnun skjallegra heimilda.
Tímabilið frá um 1970 til samtimans
Færa má rök að því, að tímamót hafi orðið í íslenzkri sagnfræði
um 1970 og á síðustu þremur áratugum hafi orðið óvenju miklar
breytingar á stöðu íslenzkrar sagnfræði sem hluta af fjölþjóðlegri
sagnfræðihefð á tiltölulega skömmum tíma. Þess er vitaskuld eng-
in von, að iðkun sagnfræði meðal þjóðar, sem telur aðeins hátt á
þriðja hundrað þúsund manns, geti verið jafnfjölbreytt og meðal
þjóða á sama menningarsvæði, sem telja nokkrar milljónir manna,
svo að ekki sé minnzt á þjóðir, sem eru miklu fjölmennari. En nú
nærri aldamótum er umfang og fjölbreytni sagnfræðiiðkunar ís-
lendinga miklu nær því en áður að vera sambærilegt við það, sem
gerist meðal hinna mannfleiri grannþjóða okkar. Meðal einkenna
á þróun íslenzkrar sagnfræði frá um 1970 til samtímans skulu
þessi nefnd: félagslegt baksvið sagnfræðiiðkunar breyttist mikið;
hið sama á við um stöðu sagnfræði sem kennslugreinar við Há-
skóla íslands; mjög færðist í vöxt, að menn stunduðu nám og
rannsóknir í sagnfræði erlendis; þeim, sem fengust að marki við
iðkun sagnfræði, fjölgaði stórlega; sagnaritunin varð fjölbreyttari
og meiri að vöxtum en áður, og í heild jukust mjög umsvif í sagn-
fræðirannsóknum og samskipti við sagnfræðinga erlendis.
Fyrst er á það að líta, að miklu fleiri starfa að sagnfræðirann-
sóknum með einum eða öðrum hætti en áður hefur þekkzt. Sagn-
fræði hefur verið vinsæl grein við Háskóla íslands, og tiltölulega
stór hópur fólks hefur útskrifazt sem sagnfræðingar þaðan. Þeim
störfum, þar sem menn virtna a.m.k. að hluta að rannsóknum, hef-
ur fjölgað mjög á síðustu árum. Þannig hefur mikil fjölgun orðið í
liði kennara í fullu starfi við Háskóla íslands. Árið 1968 voru fast-
ar stöður í sagnfræði í heimspekideild orðnar fjórar, en 1998 voru
slíkar stöður orðnar tíu. Á áttunda áratuginum og öndverðum ní-
unda áratuginum urðu miklar breytingar á skipulagi sagnfræði-
náms við Háskóla íslands. Nám til doktorsprófs í sagnfræði var
tekið upp 1990. Sagnfræðistofnun Háskóla íslands, sem stofnuð
var undir öðru nafni 1971, hefur orðið sagnfræði í landinu til mik-
illar eflingar, þótt fjárskortur hafi alla tíð sett starfseminni ákveðn-