Saga - 2000, Síða 24
22
INGI SIGURÐSSON
ar skorður. Einnig ber að nefna stöður háskólakennara í sagnfræði
við Kennaraháskóla íslands og Háskólann á Akureyri. Þá hafa
ákveðnir starfsmenn ýmissa stofnana haft aðstöðu til að sinna
sagnfræðirannsóknum sem hluta af starfi sínu. Má þar tilgreina
Þjóðminjasafn íslands, Þjóðskjalasafn íslands, Stofnun Árna
Magnússonar á íslandi og Árbæjarsafn. Fleiri atvinnutækifæri en
áður hafa skapazt við að rita sögu stofnana, fyrirtækja og sveitar-
félaga. Þeim sagnfræðingum, sem hafa sagnaritun að aðalstarfi en
eru ekki ráðnir til langs tíma hjá neinum aðila, hefur fjölgað á síð-
ustu árum.
Eins og á fyrri tímabilum í sögu íslenzkrar sagnfræði hafa menn,
sem stundað hafa nám á háskólastigi í öðrum greinum, lagt mik-
ið af mörkum til sagnfræðirannsókna. Má þar nefna lögfræðinga,
guðfræðinga, náttúruvísindamenn og lækna. Það er hins vegar
nýjung á þessu tímabili, hve mikilvægur þáttur félagsvísinda-
manna, þ. á m. kennara við félagsvísindadeild Háskóla íslands, er
á sviði sagnfræðirannsókna. Hefur þess gætt mjög, að viðfangs-
efni sagnfræðinga og félagsvísindamanna skarist.
Hlutur kvenna í iðkun sagnfræði hefur aukizt mjög á tímabil-
inu, þótt ekki sé hann orðinn jafnmikill og gerist meðal hinna fjöl-
mennari grannþjóða.
Hið opinbera hefur eins og áður staðið með einum eða öðrum
hætti að ákveðnum rannsókna- og útgáfuverkefnum, sem eru stór
í sniðum. Sem dæmi má tilgreina bókaflokkinn Safn til iðnsögu ís-
lendinga, sem útgáfa var hafin á 1987, og Kristni á íslandi, sem kem-
ur út í fjórum bindum árið 2000.
Efling bóka- og skjalasafna hefur orðið iðkun sagnfræði í land-
inu mjög til styrktar. Skulu þar nefndar hinar góðu aðstæður til
fræðimennsku, sem eru í Landsbókasafni íslands - Háskólabóka-
safni, er tók til starfa í Þjóðarbókhlöðu 1994.
Öflug félagsstarfsemi hefur haft mikla þýðingu fyrir íslenzka
sagnfræði. Ber þar hæst starf Sagnfræðingafélags íslands, sem
stofnað var 1971. Tvö félög, sem sinna sagnfræði ásamt öðrum
greinum, hafa staðið fyrir mörgum samkomum um sagnfræðileg
efni. Hér er um að ræða Félag íslenzkra fræða, stofnað 1947, og Fé-
lag um átjándu aldar fræði, stofnað 1994. Þegar á heildina er litið,
hafa verið haldnir miklu fleiri fundir og ráðstefnur um sagnfræði-
leg viðfangsefni en áður hafði þekkzt. Viðamesta ráðstefna af
þessu tagi, sem haldin hefur verið hér á landi og íslendingar hafa