Saga - 2000, Side 25
ÞRÓUN ÍSLENZKRAR SAGNFRÆÐI FRÁ MIÐÖLDUM TIL NÚTÍMANS 23
staðið að einir, er íslenska söguþingið, sem Sagnfræðistofnun Há-
skóla íslands og Sagnfræðingafélag íslands efndu til 1997.
Staða sagnfræðinnar hefur breytzt að því leyti, að miðlunarleið-
ir eru fleiri en áður. Gerðar hafa verið margar heimildamyndir,
kvikmyndir og sjónvarpsþættir, í þeim tilgangi að varðveita fróð-
leik um söguna. Einnig hafa verið gerðar ýmsar leiknar heimilda-
myndir. Ekki fer á milli mála, að sjónvarpsþættir og kvikmyndir
hafa gegnt mjög vaxandi hlutverki í mótun söguskoðunar al-
mennings. Er þáttur leikinna mynda um söguleg efni, þar sem
fram kemur persónuleg sýn kvikmyndagerðarmanna á liðna tfð,
án efa mjög mikilvægur í þessu viðfangi.
Með sama hætti og gerzt hefur erlendis hefur tækniþróun á
ýmsa lund breytt starfsumhverfi íslenzkra sagnfræðinga og skap-
að möguleika á að glíma við rannsóknaverkefni, sem áður var ill-
mögulegt eða ómögulegt að ráða við. Má hér nefna alla þá mögu-
leika, sem tölvutækni hefur skapað við úrvinnslu verkefna. Enn er
á það að líta, að tækniþróun hefur skapað nýja heimildaflokka,
sem komið hafa til góða þeim sagnfræðingum, er fengizt hafa við
sögu 20. aldar, bæði á þessu tímabili og áður. Er hér einkum um
að ræða kvikmyndir og hljóðritanir, og Ijósmyndir hafa gagnazt
þeim, sem sinnt hafa sögu aftur til miðrar 19. aldar.
Það einkennir sagnaritun íslendinga á þessu tímabili, að hún
verður fjölbreyttari en fyrr hafði þekkzt. Þær undirgreinar sagn-
fræðinnar, sem áður var lögð mest áherzla á, voru enn mikið
stundaðar. Þó er þess að geta, að samningu sagnaþátta í hefð-
bundnum stíl hefur heldur hnignað, þótt snjallir höfundar hafi
fengizt við þessa grein sagnfræðinnar. Stjórnmálasögu var áfram
mikið sinnt, en þar eins og á mörgum öðrum sviðum birtust nýjar
áherzlur. Mikil rækt hefur verið lögð við persónusögu á þessu
tímabili eins og á fyrri tímabilum í sögu íslenzkrar sagnfræði. Auk
hefðbundinna ævisagna hafa viðtalsbækur, sem geyma mikinn
fróðleik um persónusögu, verið gefnár út í stórum stíl. Útgáfa
mannsögu- og ætt-fræðirita hefur verið öflug. Á því sviði hefur
tölvutækni opnað mikla möguleika. Hlutur sagnaritunar um ut-
anríkismál í sagnfræðiiðkun íslendinga hefur farið vaxandi. Hér
er á það að líta, hve skammur tími er liðinn, síðan ísland varð full-
valda ríki. Sem fyrr hafa heimildir verið gefnar út í miklum mæli.
Fjölgun í hópi íslenzkra sagnfræðinga hefur stuðlað að því, að
nú eru á landinu sérfræðingar í fleiri undirgreinum sagnfræðinn-