Saga - 2000, Síða 26
24
INGI SIGURÐSSON
ar en áður. Landsmenn hafa tekið að stunda ákveðnar undirgrein-
ar, sem áður var lítt sinnt. Eins og áður var getið, var skipting
sagnfræðinnar í undirgreinar til skamms tíma ekki í brennidepli
meðal íslenzkra sagnfræðinga. Minna var um það en síðar varð,
að rætt væri um aðferðir við iðkun einstakra undirgreina og um
einstaka sagnfræðinga sem sérfræðinga í þeim. Hitt er svo annað
mál, að ýmsum viðfangsefnum, sem falla undir einstakar undir-
greinar sagnfræðinnar, var sinnt fyrr á tíð, þótt þá væri ekki talað
um þær sem slíkar. Á því tímabili, sem hér um ræðir, er farið að
beita nýjum aðferðum í ríkum mæli við iðkun ýmissa undirgreina
sagnfræðinnar, sem í sumum tilvikum eru runnar frá öðrum
fræðigreinum, jafnframt því sem rannsóknir eru stundaðar á til-
teknum sviðum, sem áður hafði verið lítill eða enginn gaumur
gefinn. Tekin skulu nokkur dæmi um þetta.
Það færðist í vöxt, að þeir, sem fjölluðu um hagsöguleg efni,
byggðu á kenningum, sem sóttar eru til hagfræði, og tækju yfir-
leitt mið af nýjungum í hagsöguritun erlendis. Óhætt er að segja,
að fjörkippur hafi komið í iðkun félagssögu á áttunda áratugin-
um. Fyrir þetta tímabil höfðu sagnaritarar vissulega skrifað ýmis-
legt, sem fellur undir félagssögu, eins og hún er skilgreind í lok
aldarinnar, en þáttaskil verða, þegar menn taka að laga efnistök
sín að hefðum í ritun félagssögu, er þróazt höfðu annars staðar á
Vesturlöndum, þar sem áhrifa félagsvísinda gætir mjög greinilega.
Jafnframt er farið að nota mikið heimildir, sem runnar eru frá
kirkjunni, með öðrum hætti en áður hafði verið algengt til að
varpa Ijósi á líf alþýðu og samfélagsgerð fyrr á tíð. Nýjungar í fé-
lagssöguritun meðal íslendinga komu ekki sízt fram á fyrri helm-
ingi níunda áratugarins. Hliðstæða við þróun félagssögu birtist í
kvennasögu. Áður hafði að sönnu sitthvað verið skrifað um sögu
kvenna, en markviss umfjöllun um þetta svið, þar sem beitt var
aðferðum, sem kvennasöguritarar erlendis höfðu þróað, var nýj-
ung. Hér urðu gleggst skil á níunda áratuginum. Síðar varð svip-
uð þróun hér á landi og víða erlendis að því leyti, að ýmsir höf-
undar, sem sinntu þessu rannsóknasviði, kusu fremur að fjalla um
sögu kynjanna en kvennasögu. Áhrif félagslegrar mannfræði
koma m.a. skýrt fram í ritun íslenzkrar miðaldasögu. Slík áhrif
birtust fyrr í ritum erlendra fræðimanna en íslenzkra. Eins og
ýmis dæmi eru um frá fyrri tímabilum, er heildarframlag erlendra
fræðimanna til íslenzkrar miðaldasögu mikilvægt á þessu tíma-