Saga - 2000, Page 27
ÞRÓUNISLENZKRAR SAGNFRÆÐI FRÁ MIÐÖLDUM TIL NÚTlMANS 25
bili. Á sviði hugmynda- og menningarsögu hefur gætt verulegra
áhrifa frá stefnum og straumum í þessum undirgreinum sagn-
fræðinnar erlendis.
Verulegar breytingar urðu á iðkun byggðarsögu. Mismikið fjör
var í starfsemi héraðssögufélaga, en umsvif á þessu sviði fóru vax-
andi fremur en hitt. Eftirtektarvert er, að hlutur háskólageng-
inna sagnfræðinga í stjórnum héraðssögufélaga og ritstjórn-
um/-nefndum héraðssögutímarita óx. Tiltölulega miklu fleiri
menn með slíka menntun voru ráðnir til að semja sögur einstakra
sveitarfélaga en áður hafði tíðkazt. Útgáfa slíkra rita, einkum sögu
þéttbýlisstaða, varð jafnframt langtum umfangsmeiri en fyrr hafði
þekkzt. Er þessi þáttur fyrirferðarmikill í íslenzkri sagnaritun á
tímabilinu, sérstaklega á níunda og tíunda áratuginum. Voru það
einkum sveitarfélögin sjálf, sem stóðu fyrir útgáfu rita af þessu
tagi. Sum þessara rita eru stórvirki; má þar nefna Sögu Reykjavíkur
(1991-), þar sem út eru komin fjögur bindi. Þess gætti meira en
áður, að saga einstakra sveitarfélaga væri felld inn í landssögulegt
samhengi og áherzla væri lögð á fræðilega framsetningu.
Á þessu tímabili hefur verið gefinn út fjöldi rita um sögu félaga,
stofnana og fyrirtækja, enn frekar en á næsta tímabili á undan. Oft
hafa merkisafmæli verið hvati þess, að efnt hefur verið til slíkra
nta, eins og algengt hefur verið um rit um sögu sveitarfélaga. Taka
má nokkur dæmi um rit af þessu tagi. Gefin hafa verið út mörg rit
um sögu verkalýðsfélaga, ungmennafélaga, íþróttafélaga, kvenfé-
laga og búnaðarfélaga. Saga margra skóla hefur verið samin. Ýmis
þekkt fyrirtæki hafa látið skrá sögu sína. Sem dæmi um umfangs-
mikið rit um sögu félagssamtaka, má nefna Búnaðarsamtök á íslandi
150 ára, og sem dæmi um hliðstætt rit um sögu fyrirtækis má til-
greina Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna í50 ár.
Hugmyndafræði sú, sem birzt hefur í sagnaritun íslendinga á
þessu tímabili, er mjög fjölbreytt; engin hugmyndastefna hefur
verið yfirgnæfandi. Á tímabilinu hafa átt sér stað fjörug skoðana-
skipti um ýmis sagnfræðileg álitamál, þar sem ólíkar túlkanir hafa
komið fram. Má þar nefna annars vegar umræðu um eðli íslenzks
bændasamfélags og þá þætti, sem mótuðu þróun atvinnuvega
landsmanna fyrr á tíð, hins vegar umræðu um þjóðernisvitund ís-
lendinga fyrr og síðar.
Á þessu tímabili hafa íslendingar fjallað miklu meira um sögu-
speki en áður. Hafa bæði sagnfræðingar og heimspekingar skrifað