Saga - 2000, Page 28
26
INGISIGURÐSSON
um þetta svið. Saman við það fléttast, að saga sagnfræðinnar hef-
ur verið tekin til meðferðar í ríkari mæli en fyrr. Skrif af sögu-
spekilegum toga varða m.a. álitamál, sem lúta að hlutlægni í sagn-
fræði og skýringaraðferðum í greininni yfirleitt, svo og stöðu
sagnfræðinnar innan vísindanna, þar sem áhugi hefur ekki sízt
beinzt að tengslum sagnfræði við greinar, sem hefðbundið er að
telja til félagsvísinda.
Það hefur haft mikil áhrif á íslenzka sagnfræði, að býsna marg-
ir sagnfræðingar hafa stundað nám og rannsóknir að einhverju
marki erlendis. Þetta hefur haft í för með sér, að áhrifa nýrra
stefna og strauma í sagnfræði á Vesturlöndum hefur gætt tiltölu-
lega snemma meðal íslenzkra sagnfræðinga. Ekki eru tiltækar
tölur um fjölda þeirra íslendinga, sem stundað hafa sagnfræði-
nám og -rannsóknir í einstökum löndum. En menn hafa mest
leitað til þriggja Norðurlanda, Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar,
Bretlands, Frakklands, Þýzkalands og Bandaríkjanna.
Regluleg þátttaka í sagnfræðiráðstefnum og skipulögðu sam-
starfi sagnfræðinga erlendis hefur haft mikla þýðingu fyrir ís-
lenzka sagnfræðinga og fært íslenzka sagnfræði nær því, sem ger-
ist erlendis. Hér skulu tekin nokkur dæmi um þátttöku í samstarfi
af þessu tagi.
Norræn sagnfræðingaþing hafa verið haldin síðan 1906. Þátt-
taka íslenzkra sagnfræðinga í þessum þingum var lengi vel mjög
stopul, en síðan á áttunda áratuginum hafa íslendingar sótt hvert
einasta þing og átt aðild að skipulagningu þeirra. Tugir íslendinga
hafa flutt erindi á þingunum, og í tengslum við þátttöku þeirra
hafa miklar rannsóknir verið unnar. Til þessa hefur eitt norrænt
sagnfræðingaþing verið haldið hér á landi; það var 1987. Það ár
var Landsnefnd íslenzkra sagnfræðinga, sem stofnuð var árið
áður í þeim tilgangi að vinna að samstarfi íslendinga við erlenda
sagnfræðinga, veitt aðild að heimssamtökum sagnfræðinga,
International Committee of Historical Sciences, sem svo heita á
ensku. í framhaldi af því hafa íslenzkir sagnfræðingar tekið þátt í
heimsþingum sagnfræðinga í Madríd 1990 og Montréal 1995, og
fram undan er þátttaka í heimsþinginu í Ósló sumarið 2000.
Landsnefnd íslenzkra sagnfræðinga hefur síðan 1987 verið skipuð
fulltrúum frá Sagnfræðistofnun Háskóla íslands, Sagnfræðingafé-
lagi íslands og Þjóðskjalasafni íslands. Þá er að geta um norrænar
ráðstefnur um aðferðafræði sagnfræðinnar, sem íslenzkir sagn-