Saga - 2000, Side 29
ÞRÓUN ÍSLENZKRAR SAGNFRÆÐI FRÁ MIÐÖLDUM TIL NÚTlMANS 27
fræðingar tóku þátt í um fjórtán ára skeið, og áttu þeir hluta af því
tímabili þátt í skipulagningu þeirra. Síðasta ráðstefnan af þessu
tagi var haldin að Laugarvatni 1991.
Islenzkir sagnfræðingar hafa tekið þátt í ýmsum fleiri ráðstefn-
um, sem fjölþjóðleg samtök halda reglulega, svo sem ráðstefnum
um hagsögu, ráðstefnum um sögu, er varðar norðurhöf, sem
haldnar eru á vegum Association for the History of the Northern
Seas, og ráðstefnum um upplýsinguna, sem heimssamtök félaga
um átjándu aldar fræði, International Society for Eighteenth-Cent-
ury Studies, er svo heita á ensku, halda. Hér á landi hafa verið
haldnar nokkrar fjölþjóðlegar ráðstefnur um sagnfræðileg efni
aðrar en þær, sem áður er getið. Þannig hélt Association for the
History of the Northern Seas ráðstefnu á Akureyri 1994, ráðstefna
var haldin í Vestmannaeyjum 1995, þar sem félagið North Atlant-
lc Fisheries History Association var stofnað, og Sagnfræðistofnun
Háskóla íslands og utanríkisráðuneytið héldu, í samvinnu við
Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, ráðstefnu um sögu norðurslóða
(International Congress on the History of the Arctic and Sub-
Arctic Region) í Reykjavík 1998.
Þá er mikilvægt, að íslenzkir sagnfræðingar hafa sem einstak-
hngar tekið þátt í ýmsum fjölþjóðlegum rannsóknaverkefnum,
þar sem niðurstöður hafa birzt eða munu birtast í bókum. Þetta
starf hefur fyrst og fremst verið unnið síðan um miðjan níunda
aratuginn, og samvinna hefur einkum verið við sagnfræðinga
annars staðar á Norðurlöndum.
Á síðustu árum og áratugum hefur það á margan hátt orðið
auðveldara fyrir íslenzka sagnfræðinga að halda nánu sambandi
við erlend starfssystkini. Má þar nefna, að ferðalög til útlanda
hafa orðið auðveldari og ódýrari, og tilkoma tölvupósts og Nets-
ms hefur opnað margvíslega samskiptamöguleika.
Niðurlag
Þegar litið er á þróun íslenzkrar sagnfræði frá miðöldum til sam-
tímans, er eftirtektarvert, að hún fylgir að ákveðnu marki þróun
sagnfræði á Vesturlöndum yfirleitt, en jafnframt setur það mark á
hana, að íslenzkt þjóðfélag var fámennt og fátækt og íslendingar
lutu um aldabil forræði annarra þjóða. Umsvif íslendinga í sagna-
ntun hafa af þessum ástæðum verið minni eftir siðaskipti en gerð-