Saga - 2000, Side 30
28
INGI SIGURÐSSON
ist meðal hinna fjölmennari grannþjóða, og ekki voru forsendur
fyrir því, að sagnfræðiiðkun landsmanna gæti orðið fjölbreytt á al-
þjóðlegan mælikvarða. Ýmsar hliðstæður eru í sögu sagnaritunar
annarra smáþjóða, sem lutu um langt skeið forræði erlendra
þjóða. Margar þær hugmyndastefnur, sem mest áhrif höfðu á
sagnaritun yfirleitt, höfðu veruleg áhrif meðal íslendinga, en
blómaskeið þeirra meðal landsmanna var oft nokkru síðar en
meðal margra annarra þjóða. Þá þætti í íslenzkri sagnaritun, sem
að einhverju leyti má kalla sérstæða, er að nokkru leyti unnt að
rekja til gerðar þjóðfélagsins. Má þar nefna, að hér á landi skapað-
ist sérstök og sterk alþýðleg sagnaritunarhefð.
Það er eitt af meginstefjum í sögu íslenzkrar sagnfræði, að frá og
með síðustu áratugum 19. aldar aukast umsvif í sagnfræði í land-
inu sjálfu. Eftir það koma æ fleiri stofnanir til sögunnar, sem hafa
verið iðkun sagnfræði bakhjarl, og fjölgun verður í hópi þeirra,
sem fást við sagnfræðirannsóknir. Langmestar breytingar að
þessu leyti hafa orðið á síðustu áratugum. Innan þess ramma, sem
smæð íslenzks þjóðfélags setur, er íslenzk sagnfræði á ýmsa lund
orðin sambærileg við það, sem gerist með hinum fjölmennari
grannþjóðum, jafnframt því sem hún heldur vissum séríslenzkum
einkennum.
Heimildaskrá
Óprentaðar heimildir
Árni Hermannsson, „Kirkjusaga Finns Jónssonar. Inngangur að athugun",
B.A.-ritgerð í sagnfræði við Háskóla íslands 1979, Landsbókasafni íslands
- Hdskólabókasafní.
Gu'ðmundur Hálfdanarson, „Staða rannsókna á sviði 18. aldar fræða.
Sagnfræði", Vefnir. Tímarit Félags um átjándu aldar fræði (fyrsta rafrit
- april 1998). Vefslóð: http:/ / www.bok.hi.is/vefnir.
Guðmundur Magnússon, „Sagnfræði Jóns Sigurðssonar. Yfirlit og megin-
drættir", B.A.-ritgerð í sagnfræði við Háskóla íslands 1980, Landsbóka-
safiii íslands - Háskólabókasafni.
Ingi Sigurðsson, „The Historical Works of Jón Espólín and his Contemporaries.
Aspects of Icelandic Historiography", doktorsritgerð í sagnfræði við
Edinborgarháskóla 1972, Landsbókasafni íslands - Hcískólabókasafni.