Saga - 2000, Page 36
34
JÓN VIÐAR SIGURÐSSON
fjallað hafa um íslenskt samfélag á hámiðöldum og þröngs ramma
verður eingöngu hægt að nefna lítinn hluta þeirra hér.
Skipta má sögu rannsókna á íslensku hámiðaldasamfélagi í þrjú
tímabil, og er tímabilaskiptingin nátengd viðhorfum fræðimanna
til heimildanna, sérstaklega íslendingasagnanna, Fyrsta tímabilið
einkennist af trú á íslendingasögumar og Grágás, annað af mikilli
gagnrýni á áreiðanleika sagnanna en áframhaldandi trú á Grágás,
og hið þriðja aukinni trú á samfélagsmynd íslendingasagnanna og
þverrandi trú á Grágás. Mörkin á milli tímabilanna eru nokkuð
á reiki. Gróflega má setja þau við árin 1910-30 og 1970-80. Ekki
er hægt að gera öllum þessum tímabilum jafn ítarleg skil. Hér
verður aðaláherslan því lögð á tímabilið eftir 1970, ekki einungis
vegna þess að það er okkur næst í tíma, heldur einnig sökum þess
að það er hið gróskumesta og frjóasta.
1850-1970: hvað á að gera við íslendingasögurnar?
Á 19. öld var viðhorf íslenskra fræðimanna til þjóðveldisaldar
mótað af sjálfstæðisbaráttunni.2 Gullöld íslenskrar sögu, þjóð-
veldistímabilið, var notuð sem hvatning í þeirri baráttu. Sérstak-
lega varð mönnum starsýnt á stjórnskipun Grágásar og íslend-
ingasögumar. Þetta tvennt var, og er, gjaman talið framlag okkar
til heimsmenningarinnar. Erlendir fræðimenn sýndu þjóðveldinu
einnig mikinn áhuga. Nægir þar að benda á hin umfangsmiklu
skrif þýska réttarsögufræðingsins Konrads Maurers. Hann var
mikill aðdáandi þjóðveldisins og náinn vinur Jóns Sigurðssonar.
Hrifning Maurers á þjóðveldinu sést m.a. í bókunum Die Eni-
stehung des Isldndischen Staats und seiner Verfassung frá 1852 og
Island von seiner ersten Entdeckung bis zum Untergange des Freistaats
frá 1874. Árið 1880 birti Maurer greinasafnið Zur Politischen
Geschichte Islands þar sem hann m.a. fjallar um tengsl íslands og
Danmerkur og tekur afdráttarlausa afstöðu með íslendingum.
2 Yfirlit yfir hluta af rannsóknasögu þjóðveldisaldar er að finna í eftirfar-
andi ritum: John Kennedy, The Goöar. - Ingi Sigurðsson, ísletizk sagnfræöi. -
Helgi Þorláksson, „Að vita sann á sögunum". - Sami, Vaðmál og verðlag. -
Jón Viðar Sigurðsson, Chieftains and Power. - Preben Meulengracht Soren-
sen, Fortælling og ære. - Gunnar Karlsson, „A century of research". - Sami,
„Drög að fræðilegri námsbók í íslenskri miðaldasögu".