Saga - 2000, Page 38
36
JÓN VIÐAR SIGURÐSSON
kenningar eiga sameiginlegt, í andstöðu við sagnfestuna, er mik-
ill efi um áreiðanleika fortíðarsagnanna (íslendingasagnanna og
Heimskringlu). Þær voru samkvæmt þessum skoðunum bók-
menntir með lítinn sögulegan kjarna. Sérstaklega voru bókfestu-
mennirnir ákafir í baráttu sinni gegn trúnni á sögulegt gildi
íslendingasagnanna. Fræg eru orð Sigurðar Nordals um að
Hrafnkels saga sé nánast hreinn skáldskapur.5 Með því að gera
íslendingasögumar að bókmenntum hvarf spennan á milli þess-
ara tveggja heimildaflokka, og þar með var ekki lengur ástæða til
að efast um áreiðanleika Grágásar og stjórnskipunarinnar, Arfi
þjóðveldisaldar var með öðrum orðum skipt bróðurlega á milli
sagnfræðinga, réttarsögufræðinga og bókmenntafræðinga.
Breytingar á viðhorfum til íslendingasagnanna ollu því að sagn-
fræðingar hættu nánast að nota þær. Einn sá síðasti til að færa
sér þær í nyt í skrifum sínum var Bogi Th. Melsteð, sem skrifaði
þriggja binda Islendinga sögu á tímabilinu 1903-30. Frá 1930 og
fram um 1970 voru það fáir fræðimenn sem notfærðu sér íslend-
ingasögurnar sem heimildir um söguöldina.6 Jón Jóhannesson var
einn þeirra sem leit framhjá íslendingasögunum í skrifum sínum.
Skömmu eftir að íslendinga saga hans kom út árið 1956 var hann
spurður um hvaða álit hann hefði á íslendingasögunum, og hvort
þær væru hreinn skáldskapur? Hann svaraði á þá leið að svo væri
ekki, en hann vissi bara ekki hvað hann ætti að gera við þær - en
þetta viðhorf.einkenndi á margan hátt umræðu þessara ára. Af-
leiðingar þess að sagnfræðingar hættu nánast að nota íslendinga-
sögurnar urðu að saga sögualdar varð stjórnskipunarsaga krydd-
uð með atburðum úr íslendingabók og Landnámabók, en þessar
tvær síðastnefndu heimildir urðu sameiginlegt rannsóknarsvið
sagnfræðinga og bókmenntafræðinga.7
Mikilvægustu heimildir um 12. og 13. öldina eru samtíðarsög-
5 sigurður Nordal, Hrafnkatla, bls. 66-70.
6 Hér má t.d. benda á Réttarsögu Alþingis eftir Einar Arnórsson.
7 Nægir þar að benda á skrif Jóns Jóhannessonar, Geröir Landntímabókar,
Bjöms Sigfússonar, Um íslendingabók, Sveinbjarnar Rafnssonar, Studier i
Landndmabók og Auðar Ingvarsdóttur, Frumgerö og frdvik. Aðrir sem hafa
skrifað um Landnámabók eru t.d. Björn M. Ólsen sem skrifaði margar
greinar í upphafi 20. aldar, og Haraldur Matthfasson. Tímatalsfræðin varð
einnig mikilvægt rannsóknarverkefni, sjá t.d. Ólafía Einarsdóttir, Studier i
kronologisk metode.