Saga - 2000, Page 64
62
HELGI ÞORLÁKSSON
ríkisráðinu, greiddu skatt beint til konungs og fóru jafnan aðeins
að íslenskum lögum. Þannig var þetta allt þar til einveldi var
þröngvað upp á þjóðina 1662. Að því afnumdu bar íslendingum
að hljóta fom réttindi og áttu ekkert vantalað við dönsku ríkis-
stjórnina (ríkisráðið). Þetta var áhrifarík söguskoðun sem heillaði
íslendinga og stappaði í þá stálinu. Knud Berlin gagnrýndi þessa
söguskoðun með þungvægum rökum en þeir Björn M. Ólsen,
Einar Arnórsson og Jón Þorkelsson snemst til vamar og stóð þessi
rimma á bilinu 1908-13.9 Öll þessi rökræða beindi athyglinni að
atburðum á árunum 1302-1307, Bjöm M. Ólsen setti Gamla sátt-
mála 1302 í sitt rétta samhengi og menn sáu betur en fyrr hversu
einarðir íslendingar höfðu verið í réttindabaráttu á þessum tíma.
Svona í framhjáhlaupi glímdi Björn M. Ólsen líka við skattbænda-
talið frá 1311 á sama tíma svo að skilningur manna á þessum upp-
hafsárum 14. aldar jókst stómm.10 En menn vom ekki tilbúnir að
hverfa frá söguskoðun Jóns Sigurðssonar, hún skyldi standa þótt í
henni væm veilur sem Björn M. Ólsen viðurkenndi að hluta.
Byggðarsaga, hagsaga og félagssaga koma fram. Aftur verða vemleg
skil í athugun á umræddum öldum um 1930 og þau vom óvænt
og merkileg. Mitt í allri þjóðernishyggjunni og þeirri persónusögu
sem menn tömdu sér, verða til miklar nýjungar í íslenskri sagn-
fræði, byggðarsaga, hagsaga og félagssaga og tengjast tímabilinu
1300-1550, öðrum tímabilum fremur. Árið 1928 birtist í tímaritinu
Vöku ritgerð Þorkels Jóhannessonar „Um atvinnu og fjárhagi á
íslandi á 14. og 15. öld". Þar segir höfundur ma.: „Frá þessu sjón-
armiði er hagsagan veigamesti þáttur þjóðarsögunnar. Hún er
undirstaða þess að hægt sé með réttu að færa sér í nyt reynslu
kynslóðanna."* 11 Orðið hagsaga var nýyrði, og er almennt haft fyr-
ir satt að hinn ungi höfundur hafi smíðað það sjálfur. Hann fjallar
um sóttir og árferði, eldgos, landskuld og leigur, verðlag og vað-
mál, silfurverð og sjósókn og skreiðarútflutning. Þarna er m.a. hin
9 Björn M. Ólsen, „Um upphaf konungsvalds" og „Enn um upphaf kon-
ungsvalds" (1909). - Jón Þorkelsson og Einar Arnórsson, Rfkisréttindi
íslands. - Sömu „ísland gagnvart öðrum ríkjum".- Um þetta sjá Þór Vil-
hjálmsson, „Æðsta stjórn" og Sigurður Líndal, „Retshistorie og politik".
10 Björn M. Ólsen, „Um skattbændatal 1311".
11 Endurprentuð í Þorkell Jóhannesson, Lýðir og landshagir I, sbr. bls. 10.