Saga - 2000, Side 66
64
HELGI ÞORLÁKSSON
fræði sé aðeins stutt komin áleiðis á íslandi.16 Hér hefur hinn ungi
og stórhuga Þingeyingur, Þorkell Jóhannesson, ætlað sér að halda
áfram og gerði víðtæka áætlun 1930 um að rannsaka líka bygging-
ar, verkfæri, munnlega geymd, daglegt líf og menningarminjar og
í heild menningarsögu og var þá farinn að nálgast einhvers konar
heildarsögu eða ,total' sögu.17 Hugmyndir Þorkels eru alveg í sam-
ræmi við hræringar sem vart varð á Vesturlöndum upp úr 1920,
sagnfræðingar snerust ýmsir gegn ofuráherslu sem þeir töldu
vera á utanríkis-, stjórnmála- og atburðasögu og settu félags- og
hagsögu á oddinn og er skemmst að minnast hreyfingarinnar sem
kennd er við tímaritið Annales.18
Árið 1929 urðu þau tfðindi að Páll Eggert Ólason lét af störfum
sem prófessor í sagnfræði og staðan var auglýst. I auglýsingu var
þess getið að umsækjendur mættu búast við samkeppnisprófi og
það varð. Nefnd sem í sátu Einar Arnórsson, Ólafur Lárusson,
Magnús Jónsson, Sigurður Nordal og Páll Eggert valdi efnið
fyrir samkeppnisritgerðir og varð niðurstaðan „Frjálst verkafólk
á íslandi til siðaskipta". Barði Guðmundsson var einn umsækj-
enda og lýsti mikilli óánægju sinni á prenti, taldi að verið væri að
ívilna og hygla Þorkeli Jóhannessyni.19 Þó fór svo að Árni Pálsson
hlaut stöðuna.
Þessa sögu væri vert að rannsaka og ekki síst af hverju þetta efni
var valið sem er dæmigert fyrir félagssögu sem var að mótast er-
lendis á þessum tíma og snerist þá einna mest um stéttir eins og
verkafólk. Enn má benda á áhrif frá Þorvaldi Thoroddsen og líka
Englendingnum Thorold Rogers.20 Tveir af umsækjendum, Þor-
kell og Guðbrandur Jónsson, birtu bækur um viðfangsefnið. Rit
Þorkels var á þýsku og hann varði það við doktorsvörn í Kaup-
mannahöfn 1933.21
16 Þorvaldur Thoroddsen, Landbúnaöur á íslandi I, bls. vii.
17 Þorkell Jóhannesson, „Um rannsóknir", bls. 48-52.
18 Jörn Sandnes, „Totalhistorie og mentalitetshistorie".
19 Barði Guðmundsson, Dómnefndarmálið.
20 Þorvaldur Thoroddsen, Landbúnaður á íslandi II, bls. 298 (áJirif svarta
dauða). - Rogers, Six Centuries. - Þorkell Jóhannesson, Die Stellung, bls. 113
(um ákvæðisvinnu og dagvinnulaun).
21 Þorkell Jóhannesson, Die Stellung. - Guðbrandur Jónsson, Frjálst verkafólk á
íslandifram til siðaskifta og kjör þess.