Saga - 2000, Síða 68
66
HELGI ÞORLÁKSSON
Frá Blöndu til Sögu og sagnfræði. Næstu þáttaskil í rannsóknum á
umræddu tímabili held ég hafi orðið með útkomu Sögu 1950.
Sögufélag fór þá af Blöndustigi yfir í sagnfræði, eins og ritstjórinn,
Einar Amórsson, gerði grein fyrir í formála f fyrsta hefti Sögu.
Metnaður fyrir sagnfræðirannsóknir virðist hafa verið mikill,
Blanda var einkum safn af fróðleik en núna skyldi unnið úr hon-
um sagnfræðilega, rekja skyldi orsakir atburða, tengja þá saman
og sýna afleiðingar. Áhersla var lögð á sérrannsóknir og hjálpar-
greinar sagnfræðinnar, m.a. ættfræði, sem Einar taldi nauðsynlega
til að skýra „hinar miklu deilur um erfðir og kirknafé sem hér á
landi gerðust ... á síðari hluta 15. aldar og fram yfir miðbik 16.
aldar", eins og hann segir og sýnir hvert hugur hans stefndi.26
Hann skrifaði allt fyrsta heftið sjálfur og fjallaði þar í einni grein
rækilega um Smið Andrésson og aðdraganda Grundarbardaga
1361 og í annarri um víg Páls á Skarði 1496.27 Skýringuna á þess-
ari athygli, sem Einar beindi í og með að 14. og 15. öld, held ég
megi að hluta til finna í því að hann hafði hafnað íslendingasög-
um sem heimildum og með honum heill flokkur íslenskra sagn-
fræðinga. Þessi hreyfing hefði helst átt að koma í kjölfarið á starfi
Jóns Sigurðssonar á 19. öld en vandamálið voru íslendingasög-
urnar sem menn trúðu þótt þær styddust að miklu leyti við
munnmæli. Eftir að menn höfðu gert upp hug sinn til þeirra, var
ekki að vænta neinnar vægðar gagnvart munnmælum og arfsögn-
um frá 14. og 15. öld. Einari fannst tímabært að ráðast til atlögu
við munnmæli og arfsagnir enda hafði hann birt í Blöndu ritgerð-
ina „Arfsagnir og munnmæli" sem virðist hafa orðið stefnumót-
andi. Jón Jóhannesson telur að þarna hafi Einar verið undir áhrif-
um frá grein Guðna Jónssonar, „Sannfræði íslenzkra þjóðsagna".28
í framhaldi af þessu fóru ýmsir af stað og réðust harkalega á
þjóðsögur og munnmæli og lögðu til atlögu við Arngrím lærða,
Jón Egilsson, Jón Gissurarson, Björn á Skarðsá, Jón Espólín og
aðra slíka. Það sem einu sinni þótti gott og gilt í frásögnum þeirra
um menn og atburði á 14. og 15. öld þótti það ekki lengur. Björn
Þorsteinsson lagði til atlögu við frásagnir um víg Björns Þorleifs-
sonar í Rifi, Einar Bjarnason réðst til atlögu við ættfræðifirrur,
Skarphéðinn Pétursson greindi þjóðsagnaefni í frásögnum um Jón
26 Einar Amórsson, „Formáli", bls. 7.
27 Sami, „Smiður Andrésson". Sami, „Víg Páls á Skarði".
28 Jón Jóhannesson, „Dr. jur. Einar Amórsson", bls. 159.