Saga - 2000, Page 72
70
HELGI ÞORLÁKSSON
segir m.a.: „Smiður kemur auðvitað ekki með öðrum hug en
þeim að hafa hér vinsamleg samskipti við menn" og hann telur að
innlendir andstæðingar Smiðs hafi farið út fyrir valdsvið sitt og
í rauninni hafi ekkert réttlætt aðför Eyfirðinga að Smiði, fram-
ferði þeirra hafi ekki verið annað en uppreisn.36 Er nánast öllu
snúið við, sé miðað við skrif Einars Arnórssonar.
Uppgjör við sögutúlkun sjálfstæðisbaráttunnar stendur enn en
menn hafa verið misjafnlega róttækir. Björn Þorsteinsson fylgdi
sérstakri sögutúlkun sem ég hef kallað söguskoðun sósíalista og
hef einkum rakið til Einars Olgeirssonar.37 Samkvæmt henni voru
það oft innlendir höfðingjar sem brugðust eða sviku og gengu til
liðs við hið erlenda kúgunarvald. Á þá leið skrifaði Björn árið 1956
í bókinni íslenzka skattlandið, t.d. um Gissur Þorvaldsson, Hrafn
Oddsson og Erlend sterka38 og þannig var almennt um höfðingja
en almúginn, eða svonefndir fslendingar, létu ekki kúgast. Þessari
túlkun fylgdi þó að sumir höfðingjar gátu verið þjóðhollir og má
nefna Jón lögmann Einarsson og ekki síst Jón Arason. Þeim fyrir-
gafst þótt þeir væru yfirstéttarmenn og kúguðu, samkvæmt skil-
greiningu, alþýðu manna með álögum. Guðbrandur Jónsson
samdi bók um Jón Arason, sem hann birti 1950, og mótmælir því
að biskup hafi verið „frelsis- og sjálfstæðishetja á vísu borgara-
legra stjórnmála í nútíðar skilningi þessara allmisnotuðu orða",
eins og hann segir.39 Sama ár skrifaði Björn um Jón Arason og seg-
ir að þeir Hólafeðgar hafi að vísu verið miklir íhaldsmenn en hafi
barist gegn erlendum kúgurum og arðræningjum og því hljóti
menn að gleyma íhaldsmönnunum Jóni og Ara syni hans en muna
baráttumennina og þjóðhetjurnar.40
Björn hvarf frá þessari sögutúlkun í íslenskri miðaldasögu 1978 og
lét stéttaandstæður koma fram í hreinum marxískum stíl. En hann
fór aldrei í róttækt uppgjör við þjóðernishyggjuna, hafði ekki þörf
fyrir mikið uppgjör að þessu leyti af því að hann hafði líklega
aldrei verið sannfærður um samstöðu innlendra höfðingja gegn
36 Einar Bjarnason, „Ámi Þórðarson, Smiður Andrésson og Gmndar-Helga",
bls. 95, 97-99.
37 Helgi Þorláksson, „Stéttakúgun eða samfylking bænda?"
38 Björn Þorsteinsson, íslenzka skattlandiö, bls. 13-14, 46-47,117-18.
39 Guðbrandur Jónsson, Herra Jón Arason, bls. 5.
40 Bjöm Þorsteinsson, „Jón biskup Arason", bls. 175-76.