Saga - 2000, Page 75
SAGNFRÆÐI UM ÍSLANDSSÖGU 1300-1550
73
Enn ein afleiðing nýrra viðhorfa er sú að mönnum er að skiljast
að fslendingar á miðöldum höfðu ekki mjög skýrar hugmyndir
Um ríkisréttindi íslands og stöðu, löggjöf o.fl. af því tagi, m.ö.o. að
formhyggja og formfesta hafi ekki verið miðaldamönnum mjög
töm að þessu leyti. Lögfræðingar með áhuga á réttarsögu skrifuðu
einu sinni mikið um einkenni og form stjórnkerfis, menn eins og
Einar Arnórsson, Ólafur Lárusson, Hjálmar Vilhjálmsson, Einar
Ejarnason og Þórður Eyjólfsson, og fjölluðu m.a. um hirðstjóra,
sýslumenn, sýslu, manntalsþing, þriggja hreppa þing og löggjöf á
síðmiðöldum. En svo er komið að réttarsögumenn eru hættir slíkri
'ðju, virðist vera, og sagnfræðingar eru teknir til við að gagnrýna
Pessi skrif fyrir það að hinir löglærðu hafi gert ráð fyrir of mikilli
formhyggju. Þetta er eitt helsta framlag Gunnars Karlssonar í bók
ans fyrir háskólakennslu, Drögum aðfræðlegri námsbók, III. hluta,
Um síðmiðaldir. Skortur á formhyggju kom hvarvetna fram, svo
Sem í störfum lögréttu og í störfum dómara, að mati Gunnars.51
^Xel Kristinsson hefur sýnt að embættismannakerfið kom ekki
rarn ^lskapað með Jónsbók eða á næstu áratugum þar á eftir held-
Ur var alllengi að mótast.52
ersónusaga á undanhaldi. Eitt af því sem hefur breyst afar mikið í
skrifum manna á undanfarinni hálfri öld eru viðhorf til persónu-
SogU- Það var bjargföst skoðun Páls Eggerts Ólasonar að mikil-
menni hefðu verið helsta hreyfiafl sögunnar. Hann taldi Jón Ara-
s°n þar í flokki en lýsir Gissuri biskupi Einarssyni helst sem hæf-
Um kontórista.53 Kannski gætti líka þjóðernishyggjunnar hjá Páli
enda átti Gissur almennt lítt upp á pallborðið hjá þjóðernissinnuð-
Um ^ræðimönnum, Jón Þorkelsson finnur t.d. að því hversu lof-
samlega Jón í Hítardal skrifar um Gissur og finnst miður að þurfa
a birta það í Biskupasögum Jóns.54 Þetta er aðeins eitt dæmi af
mörgum um andúð fræðimanna á Gissuri sem þeir töldu sýna
Pjonkun við erlent vald. Rit Tryggva Þórhallssonar um Gissur frá
Var þess vegna tímamótaverk, hann gerir grein fyrir pólitísk-
Um uaefileikum Gissurar sem hann telur að hafi verið réttur mað-
22 <^Unnar Karlsson, Drög III, bls. 51, 61 (H.l, H.m) og rit sem vísað er til.
53 pX6^ ,/Embættismenn konungs fyrir 1400".
54 Ólason, Menn og menntir. - Sami, Sextcínda öld.
’skupasögur Jóns prófasts Halldórssonar I, bls. xxvi, 65-66.