Saga - 2000, Page 76
74
HELGI ÞORLÁKSSON
ur á réttum stað og komið í veg fyrir ofbeldi og blóðsúthellingar.55
Tryggvi sór sig engu að síður í ætt við aðra með því að finna sér
hetju og lofsyngja hana. Rit Vilborgar ísleifsdóttur um siðskipta-
b'mann stingur mjög í stúf við verk þessara manna að þessu leyti,
athyglin beinist að málefnum og atburðum, ekki persónum.56
Það er eins og verið hafi hálfgerður kækur hjá mönnum fram á
sjötta áratuginn að skoða jafnan söguna út frá persónum. Einar
Amórsson samdi t.d. greinar þar sem titlamir em „Smiður Andrés-
son. Brot úr sögu 14. aldar", „Gottskálk biskup Nikulásson og Jón
lögmaður Sigmundsson" og „Víg Páls á Skarði", eins og áður er
getið, og enn „Skuldaskipti Árna biskups Ólafssonar og Eiriks
konungs af Pommern" og fleiri slíkar. Þegar nánar er að gætt kem-
ur í ljós að greinarnar em um margt fleira en þessa menn en þær
em samt hugsaðar út frá persónum. Þannig var um ótalda fleiri
höfunda og gegn þessu reis Björn Þorsteinsson. Árið 1960 skrifaði
hann minningargrein um Þorkel Jóhannesson og er þar ómyrkur í
máli. Hann gerir upp sakimar að nokkm við Pál Eggert og segir
að þjóðarsagan leysist upp í skrifum hans í ævisöguþætti. Sagn-
fræði hans er þannig ófullkomin. Öðm vísi var sagnfræði Þorkels
Jóhannessonar, Björn gerir orð Steingríms J. Þorsteinssonar um
Þorkel að sínum, hann „hefur sagnfræðina úr heimildatíningi upp
á svið gagnrýninna vísinda, úr einstaklingssögum í þjóðarsögu",
segir þar.57 í grein frá 1961 hnykkir Björn á þessu og segir að á
meðal sagnfræðinga standi ágreiningur um það hvoru skipa eigi í
öndvegi í sagnaritun, „þróun atvinnuhátta og hinna svonefndu
„lægri stétta" eða fyrirferðarmiklum einstaklingum". Ekki er vafi
á því á hvora sveifina Björn hallaðist en hann viðurkennir þó að
ævaforn Irefð liggi að baki þeirri aðferð að lýsa athöfnum stór-
menna og henni fylgi ákveðin lífseig frásagnaraðferð.58 Og vissu-
lega lét Birni vel að skrifa þannig, eins og kemur t.d. fram í því
sem hann segir um Jón Arason og almennt í skrifum hans um lit-
ríka einstaklinga, ekki síst þá sem hann kenndi við endurreisn. Jón
biskup var einn þeirra og annar var Árni biskup Ólafsson, í skrif-
55 Tryggvi Þórhallsson, Gissur biskup Einarsson og siðaskiptin.
56 Vilborg Auður ísleifsdóttir, Siðbreytingin á íslandi.
57 Bjöm Þorsteinsson, „Þorkell Jóhannesson prófessor", bls. 9, 13.
58 Sami, „Sagnfræðin og þróun hennar", bls. 273.