Saga - 2000, Page 78
76
HELGI ÞORLÁKSSON
Niðurlag
Margs er ógetið. Hér hefur aðeins verið drepið lauslega á margt
eins og kirkjusögu enda hefur hún að ýmsu leyti verið vanrækt
og ekki orðið mikil umskipti í skrifum um hana þegar sleppir
áherslu á persónusögu og þjóðernishyggju. Um siðskipti gegnir
líku máli en helst hefur ríkt ágreiningur um upptök þeirra og
sérstaklega um áhrif lútherskra Hamborgarmanna sem reistu
kirkju í Hafnarfirði og létu prenta rit á íslensku.62 Ekki hefur ver-
ið nefnt að tengslin við Noreg hafa að öllum líkindum verið ör-
lagarík fyrir samantekt efnismikilla handrita, fyrir þau var viss
markaður í Noregi, eins og Stefán Karlsson og Ólafur Halldórsson
hafa bent á, en fyrir hann tók við lok 14. aldar.63 Norðmenn hafa
haft margvísleg áhrif á listir og menntir og síðan Englendingar
og Þjóðverjar sem enn á eftir að kanna mun betur en gert hefur
verið.64 Ekki hefur verið getið um híbýli, iðnað, mál og vog, lofts-
lag o.fl. enda kannski ekki unnt að benda á nein veruleg þáttaskil
í rannsóknum sagnfræðinga á þessum sviðum í sögu síðmiðalda.
Skil og samhengi. Ég hef farið vítt og breitt yfir og miðað við þátta-
skil í sagnfræðirannsóknum en vil ítreka að ég er hlynntur því að
sagnfræðingar skipti sögunni niður í hæfilega stór tímabil og
reyni að draga fram einkenni hvers þeirra fyrir sig, annars er hætt
við að mönnum yfirsjáist þróun og breytingar. Á hinn bóginn verð-
ur líka að koma fram hvað var sameiginlegt og það er kannski
meira en margur hyggur. Þannig er viðkvæðið að mikill friður
hafi skollið á þegar íslendingar gengu undir konungsvald 1262-64
sem er rangt að því leyti að um margt sótti í sama far um skærur
og hafði verið áður en Sturlungaöld hófst með lítt tömdu stríði
sínu. Þau Guðrún Ása og Björn Þorsteinsson draga þessar skærur
62 Sjá Gunnar Karlsson, Drög III, bls. 212-15 0.b) og rit sem þar er vísað til-
Um Hamborgarmenn og íslandstengsl sjá Jón E. Böðvarsson, „Þýsk-
íslensk verslunarsamskipti", Vilborg Auður Isleifsdóttir, Siðbreytingin,
ennfremur Sigurður Skúlason, Baasch, Koch, Piper (1969, 1970, 1971).
63 Stefán Karlsson, „Islandsk bogeksport". - Ólafur Halldórsson, „Af upp-
runa Flateyjarbókar".
64 Sbr. td. Jónas Kristjánsson, Bjöm Th. Bjömsson, íslensk bókmenntasaga II,
Jorgensen.