Saga - 2000, Page 90
88
GÍSLIGUNNARSSON
Amór Sigurjónsson, þingeyskur bóndi og skólamaður, sósíalisti
og þjóðvamarmaður, f. 1893, skrifaði grein sem síðar hlaut nafnið
„Jarðamat og jarðeignir á Vestfjörðum". Lokaorð greinarinnar
vom þessi:
Fólk sem býr við svo mikla fátækt sem íslensku leiguliðamir,
um 90% þjóðarinnar, bjuggu við um aldir, frá því um 1300 fram
á fyrri hluta 19. aldar, getur hvorki borið uppi menningu né
sögu. Aðeins um 10% þjóðarinnar hafði fjárhagsleg efni á því
að bera uppi líf, menningu og sögu hennar, og margt af því
fólki skorti allt annað en fjárhagslega getu til þess.
Grein Amórs mun hafa legið óhreyfð í skúffu ámm saman áður en
Bjöm Þorsteinsson fékk leyfi til að birta hana árið 1973.20
Fyrsta stóra greiningin á eignaskipun og þar með högum ís-
lenskrar alþýðu fyrr á öldum kom frá hendi Bjöms Lámssonar
sem stundaði rannsóknir við hagsögudeildina í Lundi í Svíþjóð
á árunum 1958-67. Síðasta árið kom út doktorsritgerð hans,
The Old lcelandic Land Registers. Meginhluti rannsóknarinnar var
raunar hefðbundin útgáfa tveggja jarðabóka frá 17. öld, en Bjöm
gerði einnig tölfræðilega úttekt á efni þeirra, þ. á m. eignaskipt-
ingunni og ábúðarformi. Bókin sýndi skýrt og greinilega hve
rækilega eignum var misskipt á íslandi við lok 17. aldar. Engin
sérstök hugmyndafræði lá að baki þessarar rannsóknar, aðeins
vilji fræðimanns við tölfræðilega sinnaða háskólastofnun, hag-
sögudeild Lundarháskóla, til að vinna heildstæða mynd úr fmm-
heimildum.
Þessi bók Bjöms Lámssonar, sem markaði þáttaskil í íslenskri
sagnaritun, vakti ekki mikla athygli hér á landi til að byrja með.
Nokkrir fræðimenn gerðu sér þó mat úr henni, meðal þeirra var
Björn Teitsson sem 1970 samdi meistaraprófsritgerð í íslenskum
fræðum við Háskóla íslands sem kom út í bókarformi 1973 undir
heitinu Eignarhald og dbúð íjörðum Suður-Þingeyjarsýslu. Þar fylgir
Bjöm Teitsson vinnureglum Bjöms Lámssonar að mestu leyti,
rakti að vísu aðeins söguna í einni sýslu en allt til ársins 1930. Sér-
20 Bjöm Þorsteinsson sagði mér einhvem tíma veturinn 1983-84 frá birting-
arerflðleikum ritgerðarinnar, en Amór var mjög tregur til að koma henni á
framfæri.