Saga - 2000, Page 94
92
GlSLI GUNNARSSON
tengsl veðurfarsþátta og atvinnugreina þótt vissulega komi þar
fram að þau séu til staðar.35
Sú skoðun hefur komið fram að ekki megi ofmeta tengslin milli
veðurfars og afkomu fólks. Hér sé um flókið mál að ræða og
gæta þurfi vel að orsakatengslunum. Ekki megi heldur vanmeta
möguleika manna til að bregðast skynsamlega við ytra áreiti
náttúruaflanna.36
Einokunarverslun danskra kaupmanna
Jón Aðils samdi tvö rit sem nær eingöngu fjölluðu um einokunar-
verslunina og leið langur tími milli birtingar þeirra. Þau eru ólík
bæði að efnistökum og ályktunum. í því síðara, Einokunarverzlun
Dana á íslandi 1602-1787, sem kom út 1919 eða ári fyrir dauða
hans, og var doktorsritgerð hans, er samankominn mikill fróðleik-
ur. Þetta er sígilt sagnfræðiverk af ensyklópedískri gerð, yfirfullt
af mörgum gagnlegum upplýsingum sem byggjast á viðamikilli
heimildakönnun. Þeim er þar komið á framfæri á sérstaklega vel
skipulagðan og greinilegan hátt. Þar er varla gildisdóma að finna
og ef höfundur hóf túlkun í þá veru, var ávallt stutt í fyrirvarana.
Fræðileg varkárni einkennir verkið umfram allt. Háskólakennar-
inn og konunglegi embættismaðurinn Jón Aðils skoðaði fyrst og
fremst opinber skjöl líkt og siður var sagnfræðinga á þeim tíma.
Hann skoðaði því ekki verslunarbækur að neinu ráði og samfé-
lagsskilgreiningar er ekki að finna í ritinu, ekki heldur hagsögu né
veigamikla útreikninga; hvort tveggja var utan verksviðs virðu-
legs opinbers sagnfræðings.
Bók þessi kom út á dönsku 1926-27 með styrk samtaka danskra
stórkaupmanna.37 Lengi naut bókin mikillar virðingar í Dan-
mörku. En í miðju handritastríðinu, árið 1961, skrifaði sá háttvirti
prófessor í sagnfræði við Háskólann í Kaupmannahöfn, Astrid
Friis, mjög ómaklega gagnrýni á bók Jóns Aðils, án sýnilegrar
35 Jón Jónsson, „Útgerð og aflabrögð við ísland". - Gísli Gunnarsson, „Fisher-
men and sea temperature".
36 Gísli Gunnarsson, A Study ofCausal Relations. - Sami, „Grasspretta, nýting
og heyfengur".- Sami, „Voru Móðuharðindin af mannavöldum". - Sami,
„Given good Time. Legs get shorter in cold Climate".
37 Jón Jónsson Aðils, Den danske Monopolhandel.