Saga - 2000, Page 112
110
GUNNAR KARLSSON
stuggr af".2 Líklega er þetta upphaf þeirra tímamóta í íslandssögu
sem mér var gert að byrja við, árið 1830. Eins hefur aðilum valda-
kerfisins, einkum stjórnmálaflokkunum verið vísað til sætis í
þjóðarsögunni, nánast um leið og þeir hafa orðið til. Þannig mun
vandfundinn sá stjórnmálaflokkur eða það flokksmálgagn að ekki
sé uppflettiorð í sögulegu alfræðibókinni íslandssögu a-ö eftir Ein-
ar Laxness.
Þessi sjálftekt sjálfstæðisbaráttunnar og stjórnmálaaflanna á
rúmi í þjóðarsögunni hefur lengi einkennt ásýnd þeirra þar. Sögu-
ritun um þessi efni hefur jafnan tekið gild gildi þeirra sjálfra, eink-
um þjóðernishyggjuna sem var undirstaða þjóðríkismyndunar-
innar. Sagan hefur þannig borið svip sjálfsævisögu, sem er óneit-
anlega fremur frumstæð gerð af sagnfræði, þó að hún hafi annað
sér til ágætis. En síðustu hálfa öldina hefur söguritunin smám
saman verið að þokast frá viðfangsefni sínu, að frelsa sig undan
valdi þess og öðlast þannig nýja sýn á það. Þessi hægfara frelsun
er meginviðfangsefni mitt. Ég reyni ekki að nefna alla höfunda
eða öll rit sem skipta máli í þessari sögu, til dæmis fyrir þann sem
vildi skrifa yfirlit um efnið. Fremur leitast ég við, eins og hver
annar bókmenntasöguhöfundur, að benda á það sem kemur fram
nýstárlegt og það sem ber allra hæst að mikilvægi, og þar á ég
bæði við ágæti og magn.
Svo sannfærðir sem liðsmenn sjálfstæðisbaráttunnar voru um
að hún væri kjarni þjóðarsögunnar, þá gerðu þeir framan af lítið
að því að skrifa sögu hennar. Fyrstu háskólamenntuðu íslensku
sagnfræðingunum, Boga Th. Melsteð og Jóni Jónssyni AðilS/
fannst sýnilega að sjálfstæðisbaráttan væri ennþá samtíð og brýn-
ast væri að styrkja hana með viðeigandi sögu af því sem hefði far-
ið á undan henni. Bogi skrifaði mestu sérrannsókn sína um hnign-
andi skipaeign íslendinga á þjóðveldisöld, eins konar speglun af
uppvaxandi skipastól íslenskra samtímamanna hans.3 Jón Aðils
skrifaði sína meginrannsókn um einokunarverslun Dana á ís-
landi,4 andhverfu verslunarfrelsis og vaxandi hlutdeildar íslend-
2 Þorkell Bjamason, Ágrip afsögu íslands, bls. 101-12.
3 Bogi Th. Melsteð, „Ferðir, siglingar og samgöngur milli íslands og annara
landa á dögum þjóðveldisins". - Sbr. Helgi Þorláksson, „Gráfeldir á gull'
öld og voðaverk kvenna", bls. 40.
4 Jón J. Aðils, Einokunarverzlun Dana d íslandi 1602-1787.