Saga - 2000, Page 113
SAGAN AF ÞJÓÐRÍKISMYNDUNISLENDINGA1830-1944
111
mga í eigin utanlandsverslun, sem var að gerast á dögum hans.
Björn M. Ólsen, Jón Þorkelsson þjóðskjalavörður og Einar Arnórs-
s°n skrifuðu um upphaf konungsvalds á íslandi á miðöldum, rík-
lsréttindi íslendinga fyrr á öldum og samband íslands og Dan-
merkur í gegnum aldirnar.5 Menn voru að heyja sjálfstæðisbaráttu
með sögu að vopni, ekki að skrifa sögu hennar. Með þessu á ég
alls ekki við að sagnfræði þessara manna hafi verið einber póli-
h'skur áróður. Þvert á móti var mest af þessu háalvarleg og heið-
arIeg sagnfræði, en auðvitað mótuð af viðhorfum síns tíma eins og
hver önnur söguritun.
Efasemdalaus þjóðernishyggja
Vissulega kom sögulegur fróðleikur um sjálfstæðisbaráttuna á
Prent jafnóðum og hún gerðist. í Nýjum félagsritum Jóns Sigurðs-
s°nar og arftaka þess, Andvara, var jafnan skrifað mikið um sam-
hrnastjórnmál, stundum með talsverðu samtímasögulegu ívafi.
Jon Sigurðsson skrifaði til dæmis rækilega um stjórnarskrá íslands
11 m leið og hún kom út, í fyrsta árgang Andvara árið 1874.6 Margt
al þessu efni er fremur lögfræði en sagnfræði, ef ekki pólitískur
niálflutningur, einkum greinar Benedikts Sveinssonar sýslumanns
°g forvígismanns baráttunnar fyrir endurskoðun stjórnarskrár-
'nnar.7 En um skeið urðu þessar stjómmálagreinar að eins konar
alangaskýrslum sjálfstæðisbaráttunnar. Þrjú ár næstum í röð,
5-98, birti Andvari þannig greinar um málið eftir séra Sigurð
eránsson alþingismann, þar sem hann rakti fyrst sögu deilunn-
ar um endurskoðun stjórnarskrárinnar frá upphafi og bætti síðan
Vlð eftir hvert ár sem Alþingi kom saman því sem þá hafði gerst í
Björn Magnússon Ólsen, „Um upphaf konungsvalds á íslandi". - Bjöm
Magnússon Ólsen, „Enn um upphaf konungsvalds á fslandi". - Jón Þor-
kelsson og Einar Amórsson, Ríkisréttindi íslands. - Jón Þorkelsson og Einar
Arnórsson, „fsland gagnvart öðmm ríkjum fram að siðaskiptum". - Einar
Arnórsson, „Ríkisráð Norðmanna og Dana gagnvart fslandi". - Einar Am-
órsson, „Samband íslands og Danmerkur siðan siðaskiftin".
^ Jón Sigurðsson, „Stjórnarskrá íslands".
Benedikt Sveinsson, „Nokkur orð um endurskoðun stjómarskrárinnar 5.
Janúar 1874". - Benedikt Sveinsson, „Fáeinar athugasemdir um stjómar-