Saga - 2000, Síða 115
SAGAN AF ÞJÓÐRlKISMYNDUN ISLENDINGA1830-1944
113
Það markar því tímamót og verðskuldar nokkuð rækilega umfjöll-
un.12
Ævisaga Jóns er innblásin af þjóðernishyggju í feimnislausum
algleymingi. Hún segir frá þjóðarvakningu upp úr pólitísku
dauðadái. Aðfaraorð fyrsta bindis, 44 bls. löng, lýsa menntaðri,
gáfaðri og kostamikilli þjóð í vanda. Niðurstöðu sína dregur höf-
undur saman í orðunum:13 „Þjóðarstofninn var ágætt efni, en
hafði sætt þeirri aðbúð, að engan veginn hafði fengið að njóta
sín." f upphafi annars bindis er „Liðkönnun", kynning á hinum
Pólitíska svefni forystumanna þjóðarinnar, sem sótti á þá fram á
óaga Jóns. Svo kemur hetjan og vekur þjóð sína, og hefur alltaf
rétt fyrir sér, eins þegar samherja í sókninni greinir á um leiðir að
lr|arki. Oftast var það svo augljóst að ekki þurfti að rökstyðja að
stefna Jóns væri sú rétta. Þegar þingnefnd á Alþingi árið 1865
lagði til að þingið tæki tilboði stjórnarinnar um fjárhagsaðskilnað
landanna, sem Jón vildi hafna, þá skilur Páll Eggert ekkert í sjón-
armiðum nefndarmanna: „Þegar litið er á ástæður þingnefndar-
mnar fyrir tillögum sínum, kemur það í ljós, sem undarlegt má
^alla, að grundvöllurinn undir þeim öllum ... er ... ekki hin ræki-
lega rannsókn Jóns Sigurðssonar, er hann hafði reist á tillögur sín-
ar og kröfur í fjárhagsnefndinni, heldur tillögur Tschernings og
Oddgeirs Stephensens". Aftur á móti er Páll Eggert hvergi hissa á
skoðunum Jóns: „Jón Sigurðsson var að sjálfsögðu mjög óánægð-
Ur með frumvarp stjórnarinnar." Málflutningur Jóns og hans
manns er líka miklu betri: „flutti Jón úr forsetastól löng erindi og
sköruleg og tætti sundur nefndarálitið og öll gögn nefndarinnar.
^íra Eiríkur Kúld talaði snjallt og oft". En: „Af flokki hinna tóku
allir til máls; voru þar og málrófsmenn meiri og þaulvanir". Hér
lór Jón með sigur af hólmi, og sagan af því er sögð á næstum 30
blaðsíðum og hvergi dregið úr ágreiningnum.14
Öðruvísi fer Páll Eggert að í frásögn af Þingvallafundi 1873,
Þegar heimildir segja að forsetinn hafi orðið undir fyrir þeim sem
12 Síðari bækur Páls Eggerts um Jón Sigurðsson, Jón Sigurðsson, Islands poli-
tiske forer (1940) og Jón Sigurðsson, foringinn mikli (1945-46), eru ekki annað
en útdráttur úr þessu riti.
13 Páll Eggert Ólason, Jón Sigurðsson I, bls. 44.
14 Páll Eggert Ólason, Jón Sigurðsson IV, bls. 324-52.
S-SAGA