Saga - 2000, Page 116
114
GUNNAR KARLSSON
vildu vera óbilgjarnari í deilunni við dönsk stjórnvöld. Helstu
samtímaheimildinni um fundinn sem þá var kunnugt um, grein í
blaðinu Víkverja, er hafnað. Grein sem fundarmaður á Þingvalla-
fundi 1873 skrifaði í tímaritið Vöku árið 1929 og staðfestir í megin-
atriðum frásögn Víkverja er aðeins nefnd í neðanmálsgrein í lok
kaflans og hafnað án þess að efni hennar sé rakið.15
Þjóðemissinnað er rit Páls Eggerts ekki beinlínis af því að það er
hetjusaga, heldur af því að hetjusögur voru dæmigert afkvæmi
þjóðernishyggjunnar. Hún er þó enn frekar þjóðernissinnuð af því
að þar er áherslan jafnan á milliþjóðaátök Dana og íslendinga.
Þannig fer næsta lítið fyrir þeirri lýðræðisþróun sem vissulega
varð um daga Jóns forseta og er í okkar augum fullt eins mikil-
vægur hluti þjóðríkismyndunar. Kosningaréttur og kjörgengi til
Alþingis kemur að vísu nokkuð við sögu í frásögnum af umræð-
um um tilhögun þingsins, áður en það tekur til starfa.16 En hvergi
kemur skýrt fram hve afar takmarkaður kosningarétturinn var til
fyrstu þinganna, og kosningalagabreytingin sem færði nokkurn
veginn öllum karlkynshluta íslensku bændastéttarinnar kosn-
ingarétt, og var rædd á Alþingi 1853 og 1855, hún er afgreidd á
rúmum tveimur blaðsíðum samtals.17
Furðu fá önnur rit um sögu ríkismyndunarinnar voru skrifuð af
þjóðernishyggju í fullkomnum algleymingi. í Sögu íslendinga, sem
byrjaði að koma út árið 1942, fór saga ríkismyndunarinnar að
miklu leyti út um þúfur. Um tímabilin milli 1830 og 1874 og aftur
eftir 1904 var aldrei skrifuð nein stjómmálasaga. Jónas Jónsson frá
Hriflu skrifaði meira en 400 blaðsíðna bók um menntalíf tímabils-
ins 1830-74 en komst aldrei út í stjórnmálasögu, og um heima-
stjórnartímann, eftir 1904, var aldrei neitt gefið út. Um landshöfð-
ingjatímann þar á milli var ekki fjallað fyrr en Magnús Jónsson gaf
út tvö bindi um hann á árunum 1957-58, og sú saga var ekkert
áberandi brennandi í þjóðernishyggju sinni. Eina umtalsverða rit-
ið sem verðskuldar að vera sett við hliðina á Jónssögu Páls Egg'
erts er Alþingi og frelsisbardttan 1845-1874 eftir Einar Arnórsson,
15 Páll Eggert Ólason, Jón Sigurðsson V, bls. 162-79. - Sigurður Þórðarson,
„Jón Sigurðsson og Þingvallafundurinn 1873".
16 Páll Eggert Ólason, Jón Sigurðsson II, 132-33, 143-83.
17 Páll Eggert Ólason, Jón Sigurösson III, 81, 83-84, 96-97, 153-54.