Saga - 2000, Page 117
SAGAN AF ÞJÓÐRlKISMYNDUN ISLENDINGA 1830-1944 115
Sem kom út árið 1949, árið sem hann varð 69 ára gamall, í ritsafn-
mu Sögu Alþingis. Það er eins og Einar hafi gengið í endurnýjun
sinna þjóðemissinnuðu lífdaga í ellinni. Sjálfstæðisbaráttan er fyr-
lr honum, „fagur vottur um þor forystumanna hennar [þ.e. þjóð-
arinnarj og trú þeirra á framtíð íslenzku þjóðarinnar, ef hún fengi
að njóta sín með betri og framtakssamari stjórn sinna manna en
þeirri, er landið hafði átt við að búa." En í framkomu konungsfull-
trúa, Trampe greifa, á þjóðfundi 1851 gætir „illvilja, heimsku [og]
hvatvísi."18
Þjóðernishyggja í hófi
Á næsta skeiði í stjórnmálasögurituninni fer einkum fram tvenn-
um sögum. Þær sem fyrst skulu taldar má kenna við skugga Jóns
Sigurðssonar, meðal annars af því að upphaf þeirra markar ævi-
Saga manns sem gaf sér sjálfur þá einkunn,19 bók Einars Laxness
Um Jón Guðmundsson ritstjóra, árið 1960. Þetta skeið einkennist
af höfundum, líklega einkum nemendum Þorkels Jóhannessonar
vfð heimspekideild Háskóla íslands, sem skrifuðu bækur um aðra
humkvöðla sjálfstæðisbaráttunnar en Jón Sigurðsson. Á eftir bók-
mni um Jón Guðmundsson er hér að nefna bók Nönnu Ólafsdótt-
Ur um Baldvin Einarsson ári síðar og bók Aðalgeirs Kristjáns-
s°nar um Brynjólf Pétursson árið 1972. í þennan hóp má bæta
^hggja binda verki Amórs Sigurjónssonar um Einar Ásmundsson
1 Nesi í Höfðahverfi, sem kom út á ámnum 1957-70, og kannski
fleiri ævisögum frá svipuðum tíma.
Allir þessir höfundar em þjóðernissinnar í þeim skilningi að
Þeir ganga hiklaust út frá því að sjálfstæðisbarátta íslendinga hafi
verið til góðs og meginatriði þjóðarsögunnar á sínum tíma. Þeir
Vlðurkenna líka stöðu Jóns Sigurðssonar í sjálfstæðisbaráttunni.
Einar Laxness segir bemm orðum í inngangi að saga 19. aldar sé
"að miklu leyti sagan af Jóni Sigurðssyni og hinum stóra hluta
Þjóðarinnar, sem fylgdi hiklaust í fótspor hans að settu marki."
iuins vegar finnur maður hjá þessum höfundum öllum nokkra
v'ðleitni til að halda fram hlut söguhetju sinnar gagnvart Jóni, að
sýna að hann hafi ekki einn komið öllu til leiðar, „skyldi enginn
Einar Amórsson, Alþingi og frelsisbaráttan 1845-1874, bls. 11, 47.
19 Einar Laxness, Jón Guðmundsson, bls. 13.