Saga - 2000, Blaðsíða 118
116
GUNNAR KARLSSON
láta í gleymsku falla afrek fjöldans mikla, þó að hver einstakur
verði þar ekki tilgreindur, sem verðugt væri", segir Einar Laxness.20
Hér má líka finna þær skoðanir að málstaður forsetans hafi
hugsanlega stundum verið umdeilanlegur. Einar Laxness flytur
þannig mál Jóns Guðmundssonar, sem var meðal andstæðinga
nafna síns í fjárhagsmálinu á Alþingi 1865, þótt hann dæmi end-
anlega með Jóni Sigurðssyni, að það hafi verið „í mestu samræmi
við fortíð stjómskipunarmálsins og fyrri kröfur" að halda fram
kröfunni um þjóðfund.21 Nanna Ólafsdóttir leggur kapp á að sýna
fram á að söguhetja hennar hafi verið lýðræðissinnaðri en Páll
Eggert Ólason hafði talið.22 í túlkun hennar verður þróun lýðræð-
ishugmynda þannig lengra komið áður en Jón Sigurðsson kemur
til sögunnar og brautryðjandahlutverk hans að því skapi minna.
Aðalgeir Kristjánsson birtir fyrirvaralaust ummæli Brynjólfs- Pét-
urssonar að Jón Sigurðsson hafi ekki viljað sameina tímarit íslend-
inga í Kaupmannahöfn, Fjölni og Nýfélagsrit, „af því hann þykist
þá ekki geta verið flokksforingi jafnt og áður", en Aðalgeir viður-
kennir líka að Fjölnismenn hafi ekki haft foringjahæfileika á borð
við Jón.23 Arnór Sigurjónsson tekur fram að illræmd skilgreining á
stöðu íslands í stöðulögunum 1871, „ísland er óaðskiljanlegur
hluti Danaveldis með sérstökum landsréttindum", sé nákvæm-
lega sú sama og hafði fengið samþykki allra alþingismanna árið
1867, „jafnvel Jóns Sigurðssonar."24 Þetta eru aðeins stök dæmi um
það sem örlar víða á í þessum bókum, gagnrýni á hina viður-
kenndu hetjusögu. Eins munu þar vandfundin hnjóðsyrði um
Dani eða einstaka danska embættis- og stjómmálamenn, á borð
við þau sem Páll Eggert Ólason og Einar Arnórsson settu hiklaust
á blað.
Áður en þessi ævisagnaþráður er látinn falla verður að minnast
á tvö mikil ævisögurit, nokkru yngri og um nokkru yngri menn.
Annað er þriggja binda ævisaga Hannesar Hafsteins eftir Kristján
Albertsson, sem kom út á árunum 1961-64, hitt tveggja binda ævi-
saga Skúla Thoroddsens eftir Jón Guðnason, gefin út 1968-74.
Bæði þessi verk em hetjusögur og þannig í anda Páls Eggerts og
20 Einar Laxness, Jón Guðmundsson, bls. 10-11.
21 Einar Laxness, Jón Guðmundsson, bls. 315-27.
22 Nanna Ólafsdóttir, Baldvin Einarsson og þjóðmdlastarf iians, bls. 104-12.
23 Aðalgeir Kristjánsson, Brynjólfur Pétursson, bls. 78, 81nm.
24 Arnór Sigurjónsson, Einars saga Ásmundssonar II, bls. 269.