Saga - 2000, Page 122
120
GUNNAR KARLSSON
hefur líklega aldrei verið stríðari straumur ævisagna stjórnmála-
manna, eftir pólitíska samherja eða aðra sem gangast næsta skil-
yrðislaust undir sjónarhorn söguhetjunnar, en á fimmtán ára bil-
inu 1980-94.29 Ævisögumar flytja vissulega talsverðan fróðleik um
stjómmálasögu millistríðsáranna, og margar þeirra em prýðilega
skrifað lestrarefni. En sem sagnfræðirit sætir varla nokkur þeirra
tíðindum.30 Nýjungarnar hafa leitað í aðra farvegi.
Upp úrfari sjálfsævisögunnar
Saga íslensku þjóðríkismyndunarinnar er nú löngu komin upp úr
fari sjálfsævisögunnar. Að sjálfsögðu getur verið álitamál hvenær
eigi að setja upphafsmark fræðilegri, óháðari söguritunar. Lengi
höfðu komið út einstök rit þar sem tekið var á atriðum úr þjóðrík-
ismynduninni frá tiltölulega óháðu sjónarmiði. Gott dæmi þess er
verk Þorsteins Gíslasonar ritstjóra, Þættir úr stjórnmálasögu íslands
1896-1918, upphaflega tólf útvarpserindi sem vom síðar birt í
tímariti og á bók árið 1936. Þorsteinn var lengst af þátttakandi í
þeirri stjórnmálabaráttu sem hann lýsir, einkum sem ritstjóri
flokksblaðs, svo að rit hans gæti flokkast sem endurminningar og
þannig fmmheimild fremur en sagnfræðirit. En höfundur hefur
tekið sér stöðu í sérkennilegri fjarlægð frá vígstöðvunum og not-
að kunnugleika sinn til þess að gefa frásögninni líf og litbrigði,
fremur en pólitískan einlit.
Verk Þorsteins Gíslasonar er of einstakt á sinni tíð til að tíma-
mótin verði sett við það. Nær er lagi að láta Sverri Kristjánsson
marka þau með greinum sem hann skrifaði um þætti úr sjálfstæð-
28 Gunnar Karlsson, „Þrjár sögur úr frelsisbaráttunni," bls. 124,126-27.
29 Einar Olgeirsson, ísland {skugga heimsvaldastefmmnar. Jón Guðnason skráði
(1980). - Gylfi Gröndal, Níutíu og níu tír. Jóhanna Egilsdóttir segir frtí (1980).
- Matthías Johannessen, Úlafur Thors I—II (1981). - Vilhjálmur Hjálmarsson,
Ævisaga Eysteins Jónssonar I—III (1983-85). - Einar Olgeirsson, Kraftaverk
einnar kynslóðar. Jón Guðnason skráði (1983). — Einar Ólafsson, Brynjólfur
Bjarnason (1989). - Indriði G. Þorsteinsson, Ævisaga Hermanns Jónassonar
I—II (1990-92). - Gylfi Gröndal, Ásgeir Ásgeirsson (1992). - Hannes Hólm-
steinn Gissurarson, Jón Þorldksson (1992). - Gylfi Gröndal, Sveinn Bjömsson
(1994).
30 Uttekt á nokkrum þessara bóka gerir Guðmundur Hálfdanarson í grein-