Saga - 2000, Page 124
122
GUNNAR KARLSSON
burðasögu. Höfundarnir voru enn uppteknir af þeim atburðum
sem höfðu myndað stofn þjóðernislegu söguritunarinnar, og þeir
snerust ekki gegn þjóðernishyggjunni. En þeir skynjuðu sig sem
frjálsa að segja þannig frá að það sýndi hetjur baráttunnar ekki
ævinlega í sem björtustu ljósi. í grein Sigurðar Líndals, „Stjómbót-
armál íslendinga á Þingvallafundi 1873", sem birtist í Nýju Helga-
felli árið 1959, er nýlega fundin fundargerð notuð til að sanna það
sem Páll Eggert Ólason hafði lagt kapp á að véfengja, að Jón Sig-
urðsson hafi orðið undir fyrir sér róttækari öflum á fundi íslensku
þjóðernishreyfingarinnar á Þingvöllum sumarið 1873. Tveimur
árum síðar, 1961, kom bók Lúðvíks Kristjánssonar, Á slóðum Jóns
Sigurðssonar. Þar birtist forsetinn meðal annars kafinn í kvabbi
landa sinna um hvers konar smásnatt í verslunum heimsborgar-
innar. Meira máli skiptir þó að bókin greinir hreinskilnislega og
rækilega frá hvernig Jón tók við stórfé af breskum auðmanni fyr-
ir að skrifa sögu íslendinga en skilaði aldrei neinu.
En fyrsta mikla verkið sem fjallar vítt og breitt um sögu ríkis-
stofnunartímabilsins og er dásamlega óháð og ótrútt öllu og öllum
er fimm binda ritsafn Þorsteins Thorarensens, lögfræðings, blaða-
manns og bókaútgefanda, sem kom út á árunum 1966-71 og ber
allt undirtitilinn Myndir úr lífi og viðhorfum þeirra sem uppi voru
[eða: voru uppi] um aldamót [eða: aldamótin].35 Slík sjálfstæð sögurit-
un með frásagnarsniði, án þess að vera beinlínis félagssöguleg
krufning eða greining, hefur auðvitað haldið áfram síðan. Einna
síðasti glæsilegi ávöxtur hennar er þriggja binda ævisaga Jónasar
Jónssonar frá Hriflu eftir Guðjón Friðriksson sem kom út á árun-
um 1991-93.
Samtímis þessu varð til svolítill vísir að pólitískri félagssögu ís-
lendinga á 19. öld og fyrstu verkin þar sem reynt var að kanna
stefnu, spyrja hvers vegna stjórnmálamenn sjálfstæðisbaráttunnar
kröfðust eins en ekki annars. Ég held að þriggja binda verk Lúð-
víks Kristjánssonar, Vestlendmgar sem kom út á árunum 1953-60,
35 Þorsteinn Thorarensen, / fótspor feðranna (1966). - Þorsteinn Thorarensen,
Eldnr í æðum (1967). - Þorsteinn Thorarensen, Gróandi þjóðlif (1968). - Þor-
steinn Thorarensen, Móralskir meistarar (1969). - Þorsteinn Thorarensen,
Vaskir menn (1971).