Saga - 2000, Page 127
SAGAN AF ÞJÓÐRÍKISMYNDUN ÍSLENDINGA 1830-1944
125
fyrir á myndum af fundum þeirra, þannig að sýnilega er verið að
koma upp um óþægilegan sannleika. Þá má nefna bók Þórs
Whiteheads, Kommúnistahreyfinguna á íslandi 1921-1934, sem kom
ut 1979. Þór er næsta afdráttarlaus í mati á viðfangsefni sínu og
stundum kaldhæðinn í orðalagi:36 „Skáldaflugið dapraðist komm-
unistum ekki, en þjóðfélagsgreining þeirra var yfirleitt slitin úr
tengslum við íslenzkan raunveruleika og fræðilega hugsun."
hetta er óneitanlega eins og ferskur andblær eftir allar upphafn-
lngarsögur áratuganna á undan. Aftur á móti kemur fjarlægð höf-
undar frá söguefni sínu að því leyti að meini að hann reynist hafa
næsta sjónlítið auga til að setja kíki sinn fyrir þegar kemur að
Þjóðfélagslegum hugsjónum kommúnista. Andúð hans birtist
h”ka, sjálfsagt óvart, í því að hann nemur staðar í sögunni þar sem
staða hreyfingarinnar er allra verst, í lok grimmilegra innan-
hokksátaka og kosningaósigurs, rétt áður en flokkurinn jók fylgi
Sltt í kosningum um 40%, og forysta hans fórnaði honum í þágu
sameiningar verkalýðsflokkanna.
Um sama leyti hóf hópur af róttækum sagnfræðistúdentum sem
kölluðu forlag sitt Rót að gefa út fjölritaða ritröð sem var kölluð
Framlag og var örugglega hugsuð sem framlag til stéttabaráttunn-
ar fremur en sagnfræðirannsókna. í efni héldu þeir sig við upp-
hafsár Sameiningarflokks alþýðu - sósíalistaflokksins, og eru þannig
a síðari mörkum þess sem hér er fjallað um. En þrír bæklingar
hótarmanna, eftir Magnús S. Magnússon og Stefán Hjálmarsson,
em þó aó einhverju eða öllu leyti á tímabili mínu.37 Gagnrýnin
Sa8a sósíalistahreyfingarinnar er enn á dagskrá Óskars Guð-
mundssonar í bók hans, Alþýðubandalagið, átakasaga, 1987, þó frá
óðru sjónarmiði séð. Meginefni Óskars er að vísu tíminn eftir
1950, eins og titillinn bendir til, en hann fer þó nokkuð yfir sögu
reyfingarinnar frá upphafi.
A áttunda áratugnum var sömuleiðis tekið að kafa í samskipti
'slenska Alþýðuflokksins við norræna sósíaldemókrata á milli-
stn'ðsárunum. Á það vað reið Ólafur R. Einarsson með tveimur
greinum í Sögu 1978 og 1979, „Sendiförin og viðræðurnar 1918" og
36 Þór Whitehead, Kommúnistahreyfingin á íslandi, bls. 59.
37 Magnús S. Magnússon, Þjóðfylkingarstefna Sósíalistaflokksins 1938-1943. -
Stefán Hjálmarsson, Aðdragandinn að stofnun Sósíalistaflokksins 1938. - Stef-